Frétt ársins Þórgunnur Oddsdóttir skrifar 4. janúar 2008 06:00 Brúðkaup eins ríkasta manns þjóðarinnar og frétt af konu sem greindi frá því í útvarpinu að maðurinn hennar héldi fram hjá með geðhjúkrunarfræðingi eru fréttir ársins 2007 sé litið á samantekt fréttavefs Vísis yfir mest lesnu fréttirnar. Það kom mér svolítið á óvart að stórviðburðir eins og ríkisstjórnarskiptin skyldu ekki komast á listann og að fleiri hefðu lesið um kúkabletti í sófanum hennar Britneyjar Spears heldur en meirihlutaskipti í borgarstjórn. Í ljósi þessa kann það að hljóma svolítið undarlega að ég er núna, á fjórða degi ársins, handviss um hver verður frétt ársins 2008. Eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum hafa vísindamenn og fræðimenn fundið vísbendingar sem gefa til kynna að evrópskir musterisriddarar, með aðstoð Snorra Sturlusonar, hafi falið kaleik Krists í leynihvelfingu á Kili á 13. öld. Það á víst að reyna að grafa dótið upp í sumar og ef það finnst, sem ég efast ekki um, verður það frétt aldarinnar. Ég er auðtrúa. Allt frá því ég las DaVinci lykilinn eftir Dan Brown hef ég verið sannfærð um tilvist hins heilaga grals. Nú get ég ekki svo mikið sem litið á málverk DaVincis af síðustu kvöldmáltíðinni án þess að sjá í því landfræðilegar skírskotanir til Íslands. Það liggur í augum uppi að línurnar sem myndast milli Jesú og lærisveinanna eru útlínur árinnar Jökulfalls og brauðið á borðinu bendir greinilega á ákveðna staðsetningu á Kili. Ég er ótrúlega stolt af því að musterisriddararnir skuli hafa valið Ísland. Hvar er líka betra að fela slíkan leyndardóm en hjá firrtri þjóð sem skýtur upp 800 tonnum af flugeldum á einni kvöldstund sér til dægradvalar. Það dettur engum í hug að leita hjá svoleiðis bjánum. Tímasetningin er líka fullkomin. Það er ábyggilega engin tilviljun að þetta kemst í hámæli einmitt núna þegar allt logar í deilum um kristinfræðikennslu í skólum og Júdas og Jesús eru farnir að auglýsa GSM-síma. Ef friðarsúla Yoko Ono megnar ekki að koma Íslandi á kortið þá ættu þessar fréttir svo sannarlega að gera það. Fundur kaleiksins á eftir að skáka öllum innlendum fréttum af framhjáhaldi á Landspítalanum og veislum fræga fólksins. Þetta verður ábyggilega sýnt beint og öll heimsbyggðin mun fylgjast með þegar uppgröfturinn hefst og meðlimir Saving Iceland hlekkja sig við skóflur vísindamannanna. Ég get varla beðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórgunnur Oddsdóttir Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun
Brúðkaup eins ríkasta manns þjóðarinnar og frétt af konu sem greindi frá því í útvarpinu að maðurinn hennar héldi fram hjá með geðhjúkrunarfræðingi eru fréttir ársins 2007 sé litið á samantekt fréttavefs Vísis yfir mest lesnu fréttirnar. Það kom mér svolítið á óvart að stórviðburðir eins og ríkisstjórnarskiptin skyldu ekki komast á listann og að fleiri hefðu lesið um kúkabletti í sófanum hennar Britneyjar Spears heldur en meirihlutaskipti í borgarstjórn. Í ljósi þessa kann það að hljóma svolítið undarlega að ég er núna, á fjórða degi ársins, handviss um hver verður frétt ársins 2008. Eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum hafa vísindamenn og fræðimenn fundið vísbendingar sem gefa til kynna að evrópskir musterisriddarar, með aðstoð Snorra Sturlusonar, hafi falið kaleik Krists í leynihvelfingu á Kili á 13. öld. Það á víst að reyna að grafa dótið upp í sumar og ef það finnst, sem ég efast ekki um, verður það frétt aldarinnar. Ég er auðtrúa. Allt frá því ég las DaVinci lykilinn eftir Dan Brown hef ég verið sannfærð um tilvist hins heilaga grals. Nú get ég ekki svo mikið sem litið á málverk DaVincis af síðustu kvöldmáltíðinni án þess að sjá í því landfræðilegar skírskotanir til Íslands. Það liggur í augum uppi að línurnar sem myndast milli Jesú og lærisveinanna eru útlínur árinnar Jökulfalls og brauðið á borðinu bendir greinilega á ákveðna staðsetningu á Kili. Ég er ótrúlega stolt af því að musterisriddararnir skuli hafa valið Ísland. Hvar er líka betra að fela slíkan leyndardóm en hjá firrtri þjóð sem skýtur upp 800 tonnum af flugeldum á einni kvöldstund sér til dægradvalar. Það dettur engum í hug að leita hjá svoleiðis bjánum. Tímasetningin er líka fullkomin. Það er ábyggilega engin tilviljun að þetta kemst í hámæli einmitt núna þegar allt logar í deilum um kristinfræðikennslu í skólum og Júdas og Jesús eru farnir að auglýsa GSM-síma. Ef friðarsúla Yoko Ono megnar ekki að koma Íslandi á kortið þá ættu þessar fréttir svo sannarlega að gera það. Fundur kaleiksins á eftir að skáka öllum innlendum fréttum af framhjáhaldi á Landspítalanum og veislum fræga fólksins. Þetta verður ábyggilega sýnt beint og öll heimsbyggðin mun fylgjast með þegar uppgröfturinn hefst og meðlimir Saving Iceland hlekkja sig við skóflur vísindamannanna. Ég get varla beðið.