Boðskapur Teathers Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifar 11. janúar 2008 06:00 Endurskoðunar- og ráðgjafarfyrirtækið Deloitte hélt árlegan skattadag sinn miðvikudagsmorguninn 9. janúar. Þar voru flutt mörg fróðleg erindi, en ég staldra við tvö. Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra hélt því fram, að á Íslandi hefði kenning Arthurs Laffers sannast um, að skatttekjur ríkisins geti við tiltekin skilyrði aukist með minnkaðri skattheimtu: 18% skattur kann að gefa meira af sér en 45% skattur. Þetta gerðist einmitt á Íslandi síðustu sextán ár. Tekjuskattur á fyrirtæki var lækkaður úr 45% í 18%, en skatttekjurnar ruku upp. Lítil sneið af stórri köku getur verið stærri en stór sneið af lítilli köku. Svipað er að segja um tekjuskatt á einstaklinga. Hann var lækkaður um 8% á tíu árum, en tekjur ríkisins af honum hækkuðu samt. Meiri skatttekjur með minni skattheimtuFleiri íslensk dæmi staðfesta kenningu Laffers. Eitt er húsaleigutekjur. Áður fyrr voru þær skattlagðar eins og atvinnutekjur og báru um 40% skatt. Þá töldu fæstir þær fram. Þegar ákveðið var að skattleggja þær sem fjármagnstekjur, en þær bera 10% skatt, snarhækkuðu skatttekjur af þeim.Ástæðurnar voru tvær: Í fyrsta lagi jókst framboð á leiguhúsnæði, þar sem það borgaði sig allt í einu að leigja það út. Í öðru lagi bötnuðu skattskil, því að menn telja fúslega fram tekjur, sem bera 10% skatt, en miklu síður tekjur, sem bera 40% skatt. Annað dæmi er erfðafjárskattur, sem áður gat orðið mjög hár, en er nú oftast aðeins 5%. Skatttekjur ríkisins af honum hafa einnig snarhækkað. Enn eru skýringarnar tvær: Með blómlegu atvinnulífi eykst erfðafé, og í öðru lagi nenna menn ekki að koma sér á ýmsan löglegan hátt hjá skattgreiðslum af slíku fé, sé skatturinn hóflegur.Eina athugasemdin, sem ég geri við ræðu Árna M. Mathiesens á skattadeginum, er, hversu hógvær hann var. Sannleikurinn er sá, að skattabreytingar síðustu sextán ára hafa skilað stórkostlegum árangri. Við búum við miklu betri skattkerfi en hinar Norðurlandaþjóðirnar, meðal annars vegna þess að tekjuskattur á einstaklinga er flatur ofan skattleysismarka. Hitt er annað mál, að gera má betur, og um það var fróðlegt erindi prófessors Richards Teathers frá Stóra-Bretlandi. Hann er sérfræðingur um skattamál og ráðgjafi þingsins í Jersey, en hún er lítil eyja í Ermarsundi, sem orðið hefur stórauðug á því að laða að sér fjármagn með lágum sköttum og veita margvíslega fjármálaþjónustu.Skattasamkeppni til góðsÍ bókinni The Benefits of Tax Competition (Skattasamkeppni til góðs), sem Teather gaf út fyrir tveimur árum, bendir hann á, að skattasamkeppni milli ríkja hefur ýmsar æskilegar afleiðingar. Ein blasir við. Slík samkeppni heldur í skefjum tilhneigingu stjórnmálamanna til að hækka skatta, sem renna síðan í misjafnlega skynsamleg verkefni. Önnur er ekki eins augljós.Lágskattalönd eða fjármálamiðstöðvar eins og Lúxemborg, Írland, Jersey og Liechtenstein stuðla að aukinni hagkvæmni í alþjóðahagkerfinu með því að lækka kostnað við fjárfestingar og fjármagnsflutninga. Teather bendir á, að slíkar fjármálamiðstöðvar soga ekki sjálfar til sín fjármagn. Þar er ekki fjárfest, heldur eru þar teknar ákvarðanir um, hvar fjárfest skuli, til dæmis hvort féð renni í tölvuver í Kína eða skóverksmiðju á Indlandi.Teather telur, að Ísland hafi mikla möguleika sem fjármálamiðstöð, ekki síst vegna þess að það stendur utan Evrópusambandsins, sem leitast því miður við að takmarka skattasamkeppni. Hann bendir á, að tekjuskattur á fyrirtæki er nú aðeins 12,5% á Írlandi (sem situr raunar undir ámæli fyrir það innan Evrópusambandsins). Ef Ísland lækkar tekjuskatt á fyrirtæki úr 18% í 10% og býr á ýmsan annan hátt vel að fjármálafélögum stórfyrirtækja, þá getur landið laðað slík félög að sér, en það myndar feikilegar beinar og óbeinar tekjur fyrir ríkissjóð.Framkvæmum góðar hugmyndirÍ bókinni Uppreisn frjálshyggjunnar, sem kom út 1979, varpaði Geir H. Haarde, sem þá var ungur hagfræðingur í Seðlabanka Íslands, fram þeirri hugmynd, að Ísland yrði alþjóðleg fjármálamiðstöð. Með því að lækka skatta á fyrirtæki voru stigin mikilvæg skref í þá átt í forsætisráðherratíð Davíðs Oddssonar, og á meðan Halldór Ásgrímsson var forsætisráðherra, skipaði hann nefnd til að skoða málið undir forystu Sigurðar Einarssonar í Kaupþingi. Skilaði sú nefnd vandaðri skýrslu með ýmsum góðum hugmyndum.Um þessar mundir syrtir að í atvinnulífinu. Þess vegna er nú rétti tíminn til að framkvæma þessar hugmyndir. Við höfum engu að tapa og allt að vinna á því að reyna að gera Ísland að öflugri, alþjóðlegri fjármálamiðstöð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hannes Hólmsteinn Gissurarson Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun
Endurskoðunar- og ráðgjafarfyrirtækið Deloitte hélt árlegan skattadag sinn miðvikudagsmorguninn 9. janúar. Þar voru flutt mörg fróðleg erindi, en ég staldra við tvö. Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra hélt því fram, að á Íslandi hefði kenning Arthurs Laffers sannast um, að skatttekjur ríkisins geti við tiltekin skilyrði aukist með minnkaðri skattheimtu: 18% skattur kann að gefa meira af sér en 45% skattur. Þetta gerðist einmitt á Íslandi síðustu sextán ár. Tekjuskattur á fyrirtæki var lækkaður úr 45% í 18%, en skatttekjurnar ruku upp. Lítil sneið af stórri köku getur verið stærri en stór sneið af lítilli köku. Svipað er að segja um tekjuskatt á einstaklinga. Hann var lækkaður um 8% á tíu árum, en tekjur ríkisins af honum hækkuðu samt. Meiri skatttekjur með minni skattheimtuFleiri íslensk dæmi staðfesta kenningu Laffers. Eitt er húsaleigutekjur. Áður fyrr voru þær skattlagðar eins og atvinnutekjur og báru um 40% skatt. Þá töldu fæstir þær fram. Þegar ákveðið var að skattleggja þær sem fjármagnstekjur, en þær bera 10% skatt, snarhækkuðu skatttekjur af þeim.Ástæðurnar voru tvær: Í fyrsta lagi jókst framboð á leiguhúsnæði, þar sem það borgaði sig allt í einu að leigja það út. Í öðru lagi bötnuðu skattskil, því að menn telja fúslega fram tekjur, sem bera 10% skatt, en miklu síður tekjur, sem bera 40% skatt. Annað dæmi er erfðafjárskattur, sem áður gat orðið mjög hár, en er nú oftast aðeins 5%. Skatttekjur ríkisins af honum hafa einnig snarhækkað. Enn eru skýringarnar tvær: Með blómlegu atvinnulífi eykst erfðafé, og í öðru lagi nenna menn ekki að koma sér á ýmsan löglegan hátt hjá skattgreiðslum af slíku fé, sé skatturinn hóflegur.Eina athugasemdin, sem ég geri við ræðu Árna M. Mathiesens á skattadeginum, er, hversu hógvær hann var. Sannleikurinn er sá, að skattabreytingar síðustu sextán ára hafa skilað stórkostlegum árangri. Við búum við miklu betri skattkerfi en hinar Norðurlandaþjóðirnar, meðal annars vegna þess að tekjuskattur á einstaklinga er flatur ofan skattleysismarka. Hitt er annað mál, að gera má betur, og um það var fróðlegt erindi prófessors Richards Teathers frá Stóra-Bretlandi. Hann er sérfræðingur um skattamál og ráðgjafi þingsins í Jersey, en hún er lítil eyja í Ermarsundi, sem orðið hefur stórauðug á því að laða að sér fjármagn með lágum sköttum og veita margvíslega fjármálaþjónustu.Skattasamkeppni til góðsÍ bókinni The Benefits of Tax Competition (Skattasamkeppni til góðs), sem Teather gaf út fyrir tveimur árum, bendir hann á, að skattasamkeppni milli ríkja hefur ýmsar æskilegar afleiðingar. Ein blasir við. Slík samkeppni heldur í skefjum tilhneigingu stjórnmálamanna til að hækka skatta, sem renna síðan í misjafnlega skynsamleg verkefni. Önnur er ekki eins augljós.Lágskattalönd eða fjármálamiðstöðvar eins og Lúxemborg, Írland, Jersey og Liechtenstein stuðla að aukinni hagkvæmni í alþjóðahagkerfinu með því að lækka kostnað við fjárfestingar og fjármagnsflutninga. Teather bendir á, að slíkar fjármálamiðstöðvar soga ekki sjálfar til sín fjármagn. Þar er ekki fjárfest, heldur eru þar teknar ákvarðanir um, hvar fjárfest skuli, til dæmis hvort féð renni í tölvuver í Kína eða skóverksmiðju á Indlandi.Teather telur, að Ísland hafi mikla möguleika sem fjármálamiðstöð, ekki síst vegna þess að það stendur utan Evrópusambandsins, sem leitast því miður við að takmarka skattasamkeppni. Hann bendir á, að tekjuskattur á fyrirtæki er nú aðeins 12,5% á Írlandi (sem situr raunar undir ámæli fyrir það innan Evrópusambandsins). Ef Ísland lækkar tekjuskatt á fyrirtæki úr 18% í 10% og býr á ýmsan annan hátt vel að fjármálafélögum stórfyrirtækja, þá getur landið laðað slík félög að sér, en það myndar feikilegar beinar og óbeinar tekjur fyrir ríkissjóð.Framkvæmum góðar hugmyndirÍ bókinni Uppreisn frjálshyggjunnar, sem kom út 1979, varpaði Geir H. Haarde, sem þá var ungur hagfræðingur í Seðlabanka Íslands, fram þeirri hugmynd, að Ísland yrði alþjóðleg fjármálamiðstöð. Með því að lækka skatta á fyrirtæki voru stigin mikilvæg skref í þá átt í forsætisráðherratíð Davíðs Oddssonar, og á meðan Halldór Ásgrímsson var forsætisráðherra, skipaði hann nefnd til að skoða málið undir forystu Sigurðar Einarssonar í Kaupþingi. Skilaði sú nefnd vandaðri skýrslu með ýmsum góðum hugmyndum.Um þessar mundir syrtir að í atvinnulífinu. Þess vegna er nú rétti tíminn til að framkvæma þessar hugmyndir. Við höfum engu að tapa og allt að vinna á því að reyna að gera Ísland að öflugri, alþjóðlegri fjármálamiðstöð.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun