Bankahólfið: Tilviljun? 13. febrúar 2008 00:01 Ari Edwald Forstjóri 365 Fjölmiðla- og afþreyingarsamstæðan 365, sem meðal annars gefur út Fréttablaðið og Markaðinn, skilaði sínu besta uppgjöri í rekstri til þessa í síðustu viku þrátt fyrir rúmlega tveggja milljarða króna niðurfærslu á eignarhlut félagsins í olnbogabarninu, bresku prentsmiðjunni Wyndeham. Greiningardeild Glitnis spáði að tekjur samstæðunnar myndu nema 3.686 milljónum króna á síðasta ári. Raunin varð hins vegar 4.051 milljón króna. Mismunurinn er, ótrúlegt en satt, 365... milljónir króna. Tilviljun? Meira en bræðrabylta?Og talandi um tilviljanir. Gengi bréfa í SPRON og Existu hafa löngum fylgst að hvort heldur er í hækkun eða lækkun á hlutabréfamarkaði. Nokkur tenging er þar á milli en SPRON heldur um tæpan átta prósenta hlut í Existu með beinum og óbeinum hætti. En tenginguna má finna á fleiri stöðum. Þeir sem mættu á uppgjörsfundi beggja félaga tóku eftir að fundarstjóri var sá sami, afar skemmtilegur og enskumælandi maður. Þá eru uppgjörin sjálf sérkapítuli, en þau eru skuggalega lík. Uppgjör Existu hvítt með gráum tóni en SPRON grátt með hvítum tóni. Hvort helber tilviljun ráði för skal ósagt látið. Taka skal fram að Guðmundur Hauksson, forstjóri SPRON, var auðvitað á báðum uppgjörsfundum enda stjórnarformaður Kistu.Takk!Guðmundur Hauksson, forstjóri SPRONGuðmundur Hauksson, forstjóri SPRON, var sáttur þegar hann kynnti uppgjör sparisjóðsins fyrir markaðsaðilum á Grand Hóteli árla fimmtudags í síðustu viku. Guðmundur sagði niðursveiflu á fjármálamörkuðum hafa verið sérstaklega slæma, sem hefði sett skarð í afkomu hlutdeildarfélaga. Það vakti svo sem enga sérstaka athygli en að loknum fyrirspurnum sagði Guðmundur: „Ég vil þakka ykkur fyrir að leggja það á ykkur að koma hingað við þessar erfiðu aðstæður og vona að þið hafið fengið svör við þeim spurningum sem hafa hvílt á ykkur." Kveðjan gat allt eins átt við dýfuna sem gengi hlutabréfa í SPRON hefur tekið eftir að sparisjóðurinn var skráður á markað síðasta haust. Svo var þó ekki því úti hafði blindbylur kaffært götur borgarinnar. Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sjá meira
Fjölmiðla- og afþreyingarsamstæðan 365, sem meðal annars gefur út Fréttablaðið og Markaðinn, skilaði sínu besta uppgjöri í rekstri til þessa í síðustu viku þrátt fyrir rúmlega tveggja milljarða króna niðurfærslu á eignarhlut félagsins í olnbogabarninu, bresku prentsmiðjunni Wyndeham. Greiningardeild Glitnis spáði að tekjur samstæðunnar myndu nema 3.686 milljónum króna á síðasta ári. Raunin varð hins vegar 4.051 milljón króna. Mismunurinn er, ótrúlegt en satt, 365... milljónir króna. Tilviljun? Meira en bræðrabylta?Og talandi um tilviljanir. Gengi bréfa í SPRON og Existu hafa löngum fylgst að hvort heldur er í hækkun eða lækkun á hlutabréfamarkaði. Nokkur tenging er þar á milli en SPRON heldur um tæpan átta prósenta hlut í Existu með beinum og óbeinum hætti. En tenginguna má finna á fleiri stöðum. Þeir sem mættu á uppgjörsfundi beggja félaga tóku eftir að fundarstjóri var sá sami, afar skemmtilegur og enskumælandi maður. Þá eru uppgjörin sjálf sérkapítuli, en þau eru skuggalega lík. Uppgjör Existu hvítt með gráum tóni en SPRON grátt með hvítum tóni. Hvort helber tilviljun ráði för skal ósagt látið. Taka skal fram að Guðmundur Hauksson, forstjóri SPRON, var auðvitað á báðum uppgjörsfundum enda stjórnarformaður Kistu.Takk!Guðmundur Hauksson, forstjóri SPRONGuðmundur Hauksson, forstjóri SPRON, var sáttur þegar hann kynnti uppgjör sparisjóðsins fyrir markaðsaðilum á Grand Hóteli árla fimmtudags í síðustu viku. Guðmundur sagði niðursveiflu á fjármálamörkuðum hafa verið sérstaklega slæma, sem hefði sett skarð í afkomu hlutdeildarfélaga. Það vakti svo sem enga sérstaka athygli en að loknum fyrirspurnum sagði Guðmundur: „Ég vil þakka ykkur fyrir að leggja það á ykkur að koma hingað við þessar erfiðu aðstæður og vona að þið hafið fengið svör við þeim spurningum sem hafa hvílt á ykkur." Kveðjan gat allt eins átt við dýfuna sem gengi hlutabréfa í SPRON hefur tekið eftir að sparisjóðurinn var skráður á markað síðasta haust. Svo var þó ekki því úti hafði blindbylur kaffært götur borgarinnar.
Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sjá meira