Bankahólfið: Allt í salti 20. febrúar 2008 00:01 Talsverðar breytingar hafa orðið í kjölfar vorhreingerninga innandyra hjá FL Group eftir að nýir menn settust við stýrið. Jóni Sigurðssyni, forstjóra félagsins, var á uppgjörsfundi félagsins í síðustu viku tíðrætt um niðursveifluna á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum en dýfan varð meðal annars til þess að hlutafjáraukning á genginu 14,7 krónur á hlut, sem fyrirhuguð var á á fyrri helmingi ársins, var sett í salt. Spurður um þetta sagði Jón að eins og útlitið væri um þessar mundir myndi hann frekar kaupa bréfin á markaði. Gengi bréfa í FL Group hefur fallið um 65 prósent frá því fyrir nákvæmlega ári og endaði í 10,2 krónum á hlut á uppgjörsdeginum. Gróft reiknað þurftu þau að hækka um 44 prósent til að ná 14,7 króna markinu. Tóku ekki séns á mistökumÚtsending á netinu frá vaxtaákvörðunarfundi Seðlabankans síðasta fimmtudag gekk ágætlega. Hljóð var að vísu örlítið brogað á köflum, en þó ekki svo að truflaði mikið. Væntanlega hefur þeim létt mjög sem að útsendingunni komu því í tvö skipti þar á undan fór allt aflaga sem gat og útsending féll niður, fjarstöddum áhugamönnum um vaxtaákvarðanir til mikillar armæðu. Í bæði skiptin var útsendingarsíðan vandlega merkt Nýherja sem tók að sér tæknivinnslu, en í þetta skiptið bar svo við að merki félagsins var hvergi að sjá. Lausleg athugun leiddi þó í ljós að ekki hefði verið skipt um fyrirtæki til að sjá um útsendinguna. Líklega hefur fyrirtækið bara ekki viljað taka áhættuna á að flagga nafninu ef illa færi í þriðja sinn.Sameiningar í vændumSameiningar og hagræðing í fjármálageiranum eru meðal þess sem hér þarf að eiga sér stað, að því er fram kom í máli Tryggva Þórs Herbertssonar, forstjóra Aska Capital, í pallborðsumræðum á Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs Íslands í síðustu viku. Að umræðum loknum og í almennu spjalli gesta þingsins sveif blaðamaður á Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóra Landsbankans, og Lárus Welding, forstjóra Glitnis, og spurði álits á umræðum. „Svara þú bara fyrir okkur. Þú ert góður í þessu,“ sagði Lárus við Sigurjón og stökk í annað spall. Bankastjóri Landsbankans tók vel umleitunum blaðamanns, en aftók um leið fyrir að það væri vísbending um yfirvofandi sameiningu bankanna að hann svaraði fyrir báða í þetta skiptið. Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira
Talsverðar breytingar hafa orðið í kjölfar vorhreingerninga innandyra hjá FL Group eftir að nýir menn settust við stýrið. Jóni Sigurðssyni, forstjóra félagsins, var á uppgjörsfundi félagsins í síðustu viku tíðrætt um niðursveifluna á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum en dýfan varð meðal annars til þess að hlutafjáraukning á genginu 14,7 krónur á hlut, sem fyrirhuguð var á á fyrri helmingi ársins, var sett í salt. Spurður um þetta sagði Jón að eins og útlitið væri um þessar mundir myndi hann frekar kaupa bréfin á markaði. Gengi bréfa í FL Group hefur fallið um 65 prósent frá því fyrir nákvæmlega ári og endaði í 10,2 krónum á hlut á uppgjörsdeginum. Gróft reiknað þurftu þau að hækka um 44 prósent til að ná 14,7 króna markinu. Tóku ekki séns á mistökumÚtsending á netinu frá vaxtaákvörðunarfundi Seðlabankans síðasta fimmtudag gekk ágætlega. Hljóð var að vísu örlítið brogað á köflum, en þó ekki svo að truflaði mikið. Væntanlega hefur þeim létt mjög sem að útsendingunni komu því í tvö skipti þar á undan fór allt aflaga sem gat og útsending féll niður, fjarstöddum áhugamönnum um vaxtaákvarðanir til mikillar armæðu. Í bæði skiptin var útsendingarsíðan vandlega merkt Nýherja sem tók að sér tæknivinnslu, en í þetta skiptið bar svo við að merki félagsins var hvergi að sjá. Lausleg athugun leiddi þó í ljós að ekki hefði verið skipt um fyrirtæki til að sjá um útsendinguna. Líklega hefur fyrirtækið bara ekki viljað taka áhættuna á að flagga nafninu ef illa færi í þriðja sinn.Sameiningar í vændumSameiningar og hagræðing í fjármálageiranum eru meðal þess sem hér þarf að eiga sér stað, að því er fram kom í máli Tryggva Þórs Herbertssonar, forstjóra Aska Capital, í pallborðsumræðum á Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs Íslands í síðustu viku. Að umræðum loknum og í almennu spjalli gesta þingsins sveif blaðamaður á Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóra Landsbankans, og Lárus Welding, forstjóra Glitnis, og spurði álits á umræðum. „Svara þú bara fyrir okkur. Þú ert góður í þessu,“ sagði Lárus við Sigurjón og stökk í annað spall. Bankastjóri Landsbankans tók vel umleitunum blaðamanns, en aftók um leið fyrir að það væri vísbending um yfirvofandi sameiningu bankanna að hann svaraði fyrir báða í þetta skiptið.
Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira