Áhrif einangrunarinnar afar skaðleg 24. febrúar 2008 00:01 Íslenskur maður hefur nú setið í einangrun í um 120 daga í Færeyjum eða fjóra mánuði. Fréttablaðið/guðmundur sigurðsson „Áhrif svona langrar einangrunarvistar geta verið margvísleg, stundum mjög slæm,“ segir Þórarinn V. Hjaltason, sálfræðingur Fangelsismálastofnunar, um mál Íslendingsins sem vistaður hefur verið í einangrun í Færeyjum í fjóra mánuði vegna Pólstjörnumálsins. Maðurinn var handtekinn 18. september og þá úrskurðaður í gæsluvarðhald og settur í einangrun. Í október var einangruninni aflétt og maðurinn var í opinni gæslu en um lok þess mánaðar var hann aftur settur í einangrun og er þar enn. Þórarinn segir að frá því hann hóf störf hjá Fangelsismálastofnun árið 2002 muni hann ekki eftir að fangi hafi verið vistaður svo lengi í einangrun hér á landi. „Lengsta vist sem ég man eftir hér landi á hin síðari ár er einn og hálfur mánuður en hér erum við líka mjög passasöm á svona hluti,“ segir Þórarinn. Þá bendir hann á að sálfræðingar hér séu mjög vakandi fyrir líðan einangrunarfanga og að lögregla taki tillit til óska sálfræðinga og reyni að flýta rannsókn ef líðan fanga versnar. Þess má geta að Einar Bollason sat saklaus í einangrun í yfir þrjá mánuði við rannsókn Guðmundar- og Geirfinnsmálsins, eða í 104 daga. Lýsti hann því síðar að í lok vistarinnar hefði hann verið farinn að efast um sakleysi sitt en ofskynjanir eru meðal algengra afleiðinga langrar einangrunar. Íslendingurinn í Færeyjum hefur nú verið í einangrun í um 120 daga. Gæsluvarðhaldsvist hans rennur út 7. mars, að sögn saksóknara, en þá verður maðurinn leiddur fyrir dómara á nýjan leik. Málsmeðferð fyrir dómi hefst 7. apríl og gæti hann átti yfir höfði sér tíu ára fangelsisdóm.- kdk Pólstjörnumálið Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
„Áhrif svona langrar einangrunarvistar geta verið margvísleg, stundum mjög slæm,“ segir Þórarinn V. Hjaltason, sálfræðingur Fangelsismálastofnunar, um mál Íslendingsins sem vistaður hefur verið í einangrun í Færeyjum í fjóra mánuði vegna Pólstjörnumálsins. Maðurinn var handtekinn 18. september og þá úrskurðaður í gæsluvarðhald og settur í einangrun. Í október var einangruninni aflétt og maðurinn var í opinni gæslu en um lok þess mánaðar var hann aftur settur í einangrun og er þar enn. Þórarinn segir að frá því hann hóf störf hjá Fangelsismálastofnun árið 2002 muni hann ekki eftir að fangi hafi verið vistaður svo lengi í einangrun hér á landi. „Lengsta vist sem ég man eftir hér landi á hin síðari ár er einn og hálfur mánuður en hér erum við líka mjög passasöm á svona hluti,“ segir Þórarinn. Þá bendir hann á að sálfræðingar hér séu mjög vakandi fyrir líðan einangrunarfanga og að lögregla taki tillit til óska sálfræðinga og reyni að flýta rannsókn ef líðan fanga versnar. Þess má geta að Einar Bollason sat saklaus í einangrun í yfir þrjá mánuði við rannsókn Guðmundar- og Geirfinnsmálsins, eða í 104 daga. Lýsti hann því síðar að í lok vistarinnar hefði hann verið farinn að efast um sakleysi sitt en ofskynjanir eru meðal algengra afleiðinga langrar einangrunar. Íslendingurinn í Færeyjum hefur nú verið í einangrun í um 120 daga. Gæsluvarðhaldsvist hans rennur út 7. mars, að sögn saksóknara, en þá verður maðurinn leiddur fyrir dómara á nýjan leik. Málsmeðferð fyrir dómi hefst 7. apríl og gæti hann átti yfir höfði sér tíu ára fangelsisdóm.- kdk
Pólstjörnumálið Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent