Viðskipti innlent

SA vill konur í stjórnir

Stjórn Eimskips situr á fundi. Samkvæmt könnun Viðskiptaháskólans á Bifröst sat fyrir rúmu ári engin kona í stjórnum 70 af 100 stærstu fyrirtækjum landsins.
Stjórn Eimskips situr á fundi. Samkvæmt könnun Viðskiptaháskólans á Bifröst sat fyrir rúmu ári engin kona í stjórnum 70 af 100 stærstu fyrirtækjum landsins.

Samtök atvinnulífsins telja að fjölga þurfi konum í stjórnunarstöðum í atvinnulífinu.

Samtökin benda á að aðalfundir og stjórnarkjör séu fram undan í mörgum fyrirtækjum. Hlutfall kvenna í stjórnum stærstu fyrirtækja landsins sé innan við tíu prósent. Ljóst sé að þar halli verulega á konur. Samtökin segja að hlutur kvenna hafi ekki aukist á þessum vettvangi, þrátt fyrir aukna menntun kvenna og umræðu um þessi mál í samfélaginu.

Samtökin vekja athygli á lista yfir 100 konur sem gefa kost á sér til setu í stjórnum. Hann var birtur í fjölmiðlum í vikunni. Þá benda þau jafnframt á að listinn sé ekki tæmandi. Konur sem hafi til að bera víðtæka reynslu og þekkingu til stjórnarsetu séu miklu, miklu fleiri.

Samkvæmt könnun Viðskipta­háskólans á Bifröst fyrir rúmu ári sat engin kona í stjórn 70 af 100 stærstu fyrirtækjum landsins.

Norðmenn hafa sett lög um kynjakvóta sem gengu í gildi um áramótin. Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra útilokar ekki sambærilega löggjöf hérlendis. Norsku lögin eru til skoðunar hjá ESA, eftirlitsstofnun EFTA.

- ikh






Fleiri fréttir

Sjá meira


×