Fermingarvesenið Ragnhildur Vigfúsdóttir skrifar 11. mars 2008 06:30 Það er ferming framundan og við höfum sogast inn í fermingarhringiðuna. Tilboðum rignir inn um bréfalúguna og fermingarbarnið safnar þeim öllum saman og les samviskusamlega. Hvort eigum við að hafa matar- eða kaffiveislu? Hafa veisluna heima eða að heiman? Kaupa allt tilbúið eða gera sjálf? Bjóða aðeins þeim alnánustu eða öllum sem við þekkjum? Þetta væri mun einfaldara ef fermingarbarnið hefði ekki mjög ákveðnar skoðanir. Hún sagði að við hlytum að skilja að þetta væri stór dagur í lífi sínu. Hún skrifaði upp gestalistann, ákvað að hafa þetta heima og bjóða aðeins upp á það sem henni þykir gott, með þeirri undantekningu að við megum hafa kaffi og gos. Hún er þegar búin að leggja inn pöntun hjá ættingjum og vinum á kransakökubitum, skinkuhornum og kleinum. Og helst vill hún fá að taka þátt í bakstrinum með viðkomandi. Það stefnir allt í veislu sem minnir á erfidrykkju til sveita. Pönnukökur með sykri, flatbrauð með hangikjöti, rjómaterta... það eina sem bendir til að hér sé ferming er kransakakan sem hún bakaði sjálf (reyndar með aðstoð minni á námskeiði hjá bakarameistara).Fermingar og útfarirFermingarstúlkan er hvorki búin að velja föt né „litinn". Við mæðgur fórum því á fermingarsýningu í Blómavali og horfðum á tískusýningu þar sem stúlkurnar líktust páfuglum, svo tilþrifamikil var greiðslan. Þvílíkur valkvíði greip um sig þegar við horfðum á allt glingrið og litaúrvalið að við hringdum í vinkonu, alveg eins og í sjónvarpsþáttunum.Vegna áralangrar reynslu þessarar tilteknu vinkonu úr flottustu blómabúð bæjarins og listræns innsæis treystum við henni betur en okkur sjálfum til að ráða fram úr þessu vandasami verki. Hún horfði í kringum sig í búðinni og spurði hvað okkur lægi á. Ja, það verður að gera þetta tímanlega ef fermingarbarnið vill fá áletrað kerti, servíettur, sálmabók, gestabók og hanska, nei, annars það er víst ekki letrað á þá.Vinkonan sagði að þetta væri meiri hysterían. Þegar andlát ber að höndum græja ættingjarnir allt á einni viku, skipuleggja útförina, velja sálma og láta prenta sálmaskrá, panta fínar kistuskreytingar og erfidrykkju. Á sama tíma er búið að telja okkur trú um að fermingu þurfi að skipuleggja með margra mánaða fyrirvara. Kannski er raunin sú að við vinnum best undir álagi, þegar tíminn er nægur förum við bara að flækja málin.Margt er manna böliðÞegar við fluttum inn í íbúðina okkar fyrir rúmum átta árum voru margir gáttaðir á því að við skyldum ekki henda út eldhúsinu. Það var ljótt þá og ekki hefur það batnað með árunum. Leikstjóri sem við þekkjum spurði hvort hann gæti fengið það í leikrit sem hann er að setja upp, hann hefði hvergi séð neitt hallærislegra. Ég ku víst hafa lýst því yfir þegar við fluttum inn að við myndum skipta út innréttingunni fyrir fermingu frumburðarins. Ótrúlegt hve margir minntust þeirra orða minna og hermdu upp á mig loforðið. Það að velja og kaupa nýtt eldhús og tæki var svo leiðinlegt að ég vona að ég þurfi aldrei að gera það aftur.Til að flækja málið lak af efri hæðinni niður til okkar þannig að það verður að mála stofurnar og nokkra gluggakarma og skipta út klóakinu. Það verður því nánast nýtt heimili sem gestunum verður boðið til veislu í.Fermingarbarnið fékk martraðir um að gestirnir mættu til gleðinnar og allt væri hér á rúi og stúi. Ég sá mig í anda mála síðustu umferðina rétt áður en ég skytist út í kirkju. Þegar í ljós kom að við gátum frestað fermingunni um heilar fimm vikur róuðumst við mikið. Nú hugsum við um þetta í jarðarfarasamhenginu, það er hægt að gera þetta á einni viku. Við ætlum reyndar að panta kertið tímanlega, gera boðskortin, undirstinga væntanlega bakara og leita að aðstoð í veislunni því venjulega sjáum við saumaklúbbsvinkonurnar um þetta hjá hver annarri en hún ákvað fyrir mörgum árum að bjóða þeim öllum því henni finnst þær svo skemmtilegar.Það eina sem fermingarbarnið hefur áhyggjur af núna eru gjafirnar, hana vantar nefnilega ekki neitt og langar ekki í neitt. Margt er manna bölið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnhildur Vigfúsdóttir Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun
Það er ferming framundan og við höfum sogast inn í fermingarhringiðuna. Tilboðum rignir inn um bréfalúguna og fermingarbarnið safnar þeim öllum saman og les samviskusamlega. Hvort eigum við að hafa matar- eða kaffiveislu? Hafa veisluna heima eða að heiman? Kaupa allt tilbúið eða gera sjálf? Bjóða aðeins þeim alnánustu eða öllum sem við þekkjum? Þetta væri mun einfaldara ef fermingarbarnið hefði ekki mjög ákveðnar skoðanir. Hún sagði að við hlytum að skilja að þetta væri stór dagur í lífi sínu. Hún skrifaði upp gestalistann, ákvað að hafa þetta heima og bjóða aðeins upp á það sem henni þykir gott, með þeirri undantekningu að við megum hafa kaffi og gos. Hún er þegar búin að leggja inn pöntun hjá ættingjum og vinum á kransakökubitum, skinkuhornum og kleinum. Og helst vill hún fá að taka þátt í bakstrinum með viðkomandi. Það stefnir allt í veislu sem minnir á erfidrykkju til sveita. Pönnukökur með sykri, flatbrauð með hangikjöti, rjómaterta... það eina sem bendir til að hér sé ferming er kransakakan sem hún bakaði sjálf (reyndar með aðstoð minni á námskeiði hjá bakarameistara).Fermingar og útfarirFermingarstúlkan er hvorki búin að velja föt né „litinn". Við mæðgur fórum því á fermingarsýningu í Blómavali og horfðum á tískusýningu þar sem stúlkurnar líktust páfuglum, svo tilþrifamikil var greiðslan. Þvílíkur valkvíði greip um sig þegar við horfðum á allt glingrið og litaúrvalið að við hringdum í vinkonu, alveg eins og í sjónvarpsþáttunum.Vegna áralangrar reynslu þessarar tilteknu vinkonu úr flottustu blómabúð bæjarins og listræns innsæis treystum við henni betur en okkur sjálfum til að ráða fram úr þessu vandasami verki. Hún horfði í kringum sig í búðinni og spurði hvað okkur lægi á. Ja, það verður að gera þetta tímanlega ef fermingarbarnið vill fá áletrað kerti, servíettur, sálmabók, gestabók og hanska, nei, annars það er víst ekki letrað á þá.Vinkonan sagði að þetta væri meiri hysterían. Þegar andlát ber að höndum græja ættingjarnir allt á einni viku, skipuleggja útförina, velja sálma og láta prenta sálmaskrá, panta fínar kistuskreytingar og erfidrykkju. Á sama tíma er búið að telja okkur trú um að fermingu þurfi að skipuleggja með margra mánaða fyrirvara. Kannski er raunin sú að við vinnum best undir álagi, þegar tíminn er nægur förum við bara að flækja málin.Margt er manna böliðÞegar við fluttum inn í íbúðina okkar fyrir rúmum átta árum voru margir gáttaðir á því að við skyldum ekki henda út eldhúsinu. Það var ljótt þá og ekki hefur það batnað með árunum. Leikstjóri sem við þekkjum spurði hvort hann gæti fengið það í leikrit sem hann er að setja upp, hann hefði hvergi séð neitt hallærislegra. Ég ku víst hafa lýst því yfir þegar við fluttum inn að við myndum skipta út innréttingunni fyrir fermingu frumburðarins. Ótrúlegt hve margir minntust þeirra orða minna og hermdu upp á mig loforðið. Það að velja og kaupa nýtt eldhús og tæki var svo leiðinlegt að ég vona að ég þurfi aldrei að gera það aftur.Til að flækja málið lak af efri hæðinni niður til okkar þannig að það verður að mála stofurnar og nokkra gluggakarma og skipta út klóakinu. Það verður því nánast nýtt heimili sem gestunum verður boðið til veislu í.Fermingarbarnið fékk martraðir um að gestirnir mættu til gleðinnar og allt væri hér á rúi og stúi. Ég sá mig í anda mála síðustu umferðina rétt áður en ég skytist út í kirkju. Þegar í ljós kom að við gátum frestað fermingunni um heilar fimm vikur róuðumst við mikið. Nú hugsum við um þetta í jarðarfarasamhenginu, það er hægt að gera þetta á einni viku. Við ætlum reyndar að panta kertið tímanlega, gera boðskortin, undirstinga væntanlega bakara og leita að aðstoð í veislunni því venjulega sjáum við saumaklúbbsvinkonurnar um þetta hjá hver annarri en hún ákvað fyrir mörgum árum að bjóða þeim öllum því henni finnst þær svo skemmtilegar.Það eina sem fermingarbarnið hefur áhyggjur af núna eru gjafirnar, hana vantar nefnilega ekki neitt og langar ekki í neitt. Margt er manna bölið.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun