Bankahólfið: Tapaði bunka 12. mars 2008 00:01 Dagskrá í tengslum við opnun hjá Tolla Tolli og Bubbi Það eru ekki bara milljónerar sem tapa háum fjárhæðum í niðursveiflunni á markaðnum. Venjulegt fólk tapar líka peningum - og rokkstjörnur. Bubbi Morthens hefur hagnast vel á sínu sviði enda frábær listamaður. Hann gerði til dæmis samning við Sjóvá sem tryggði honum væna summu í sinn vasa fyrir vikið. Eitthvað hefur kallinn verið að fjárfesta á hlutabréfamarkaðnum undanfarið. Í þættinum hans, Bandinu hans Bubba á Stöð 2, var hann að dæma einn keppandann sem stóð sig ekki vel í þættinum. Sagðist hann hafa veðjað á hann vikuna áður. „En ég veðjaði líka á FL Group og tapaði alveg bunka af milljónum þar," sagði kappinn í þættinum. Bunki er svolítið meira en ein eða tvær milljónir. SpádómsgáfaÞeir eru greinilega gæddir spádómsgáfu, gjaldeyrisspekúlantarnir í Landsbankanum. Nú er bankinn í efsta sæti Reuters Foreign Exchange Poll, sem mælir nákvæmni í spá greiningaraðila um gengi Bandaríkjadals einn mánuð fram í tímann. Reuters greinir nákvæmni greiningaraðilanna eftir því hve nálægt mánaðarspá þeirra er lokagildi síðasta viðskiptadags hvers mánaðar. Sú spá sem er næst lokagildinu gefur 50 stig meðan sú næsta gefur 49 stig. Staða ársins er fengin með því að leggja saman stig janúar- og febrúarmánaðar. Landsbankinn hefur hlotið 253 stig af 300 mögulegum og er í efsta sæti. TD Securities í Toronto er í öðru sæti með 241 stig og DZ Bank í Frankfurt í því þriðja með 232 stig.Æ, æSamkeppnin um að vera markaðsfyrirtæki ársins er mikil. Um daginn sendi Glitnir frá sér fréttatilkynningu þar sem segir í fyrirsögn að fyrirtækið hafi verið valið markaðsfyrirtæki ársins 2007. Í tilkynningunni kemur fram að fagfólk í markaðsmálum hafi valið Glitni markaðsfyrirtæki ársins í könnun sem framkvæmd var af Capacent fyrir Ímark. Stjórn Ímark segir svolítið langsótt að draga þá ályktun að Glitnir hafi verið valið markaðsfyrirtæki ársins af íslensku markaðsfólki því könnunin fjalli ekki um það. Glitnir standi sig vissulega vel í markaðsmálum en á hverju ári velji Ímark markaðsfyrirtæki ársins með mun ítarlegri hætti. „Í október síðastliðinn valdi Ímark Landsbankann sem markaðsfyrirtæki ársins 2007 og hefur engin breyting orðið þar á,“ segir í yfirlýsingu frá stjórn Ímark. Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Það eru ekki bara milljónerar sem tapa háum fjárhæðum í niðursveiflunni á markaðnum. Venjulegt fólk tapar líka peningum - og rokkstjörnur. Bubbi Morthens hefur hagnast vel á sínu sviði enda frábær listamaður. Hann gerði til dæmis samning við Sjóvá sem tryggði honum væna summu í sinn vasa fyrir vikið. Eitthvað hefur kallinn verið að fjárfesta á hlutabréfamarkaðnum undanfarið. Í þættinum hans, Bandinu hans Bubba á Stöð 2, var hann að dæma einn keppandann sem stóð sig ekki vel í þættinum. Sagðist hann hafa veðjað á hann vikuna áður. „En ég veðjaði líka á FL Group og tapaði alveg bunka af milljónum þar," sagði kappinn í þættinum. Bunki er svolítið meira en ein eða tvær milljónir. SpádómsgáfaÞeir eru greinilega gæddir spádómsgáfu, gjaldeyrisspekúlantarnir í Landsbankanum. Nú er bankinn í efsta sæti Reuters Foreign Exchange Poll, sem mælir nákvæmni í spá greiningaraðila um gengi Bandaríkjadals einn mánuð fram í tímann. Reuters greinir nákvæmni greiningaraðilanna eftir því hve nálægt mánaðarspá þeirra er lokagildi síðasta viðskiptadags hvers mánaðar. Sú spá sem er næst lokagildinu gefur 50 stig meðan sú næsta gefur 49 stig. Staða ársins er fengin með því að leggja saman stig janúar- og febrúarmánaðar. Landsbankinn hefur hlotið 253 stig af 300 mögulegum og er í efsta sæti. TD Securities í Toronto er í öðru sæti með 241 stig og DZ Bank í Frankfurt í því þriðja með 232 stig.Æ, æSamkeppnin um að vera markaðsfyrirtæki ársins er mikil. Um daginn sendi Glitnir frá sér fréttatilkynningu þar sem segir í fyrirsögn að fyrirtækið hafi verið valið markaðsfyrirtæki ársins 2007. Í tilkynningunni kemur fram að fagfólk í markaðsmálum hafi valið Glitni markaðsfyrirtæki ársins í könnun sem framkvæmd var af Capacent fyrir Ímark. Stjórn Ímark segir svolítið langsótt að draga þá ályktun að Glitnir hafi verið valið markaðsfyrirtæki ársins af íslensku markaðsfólki því könnunin fjalli ekki um það. Glitnir standi sig vissulega vel í markaðsmálum en á hverju ári velji Ímark markaðsfyrirtæki ársins með mun ítarlegri hætti. „Í október síðastliðinn valdi Ímark Landsbankann sem markaðsfyrirtæki ársins 2007 og hefur engin breyting orðið þar á,“ segir í yfirlýsingu frá stjórn Ímark.
Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira