Er þörf á þingi? Hallgrímur Helgason skrifar 15. mars 2008 08:00 Er einhver þörf á Alþingi? Er ekki bara nóg að hafa ríkisstjórn og Silfur Egils? Spurningin ágerðist í liðinni viku. Í fyrrnefndum þætti síðastliðinn sunnudag fórnaði Guðfinna Bjarnadóttir, glæný þingkona Sjálfstæðisflokksins, höndum og viðurkenndi að hún hefði aldrei kynnst jafn skrýtnum vinnustað og Alþingi. Guðfinna er nútímakona, sem rifið hafði upp og stjórnað nútímafyrirtækjum eins og Háskólanum í Reykjavík, en líður nú greinilega eins og hún hefði óvart villst inn á vaxmyndadeild Þjóðminjasafnsins. Þá ritaði frændi vor, Ellert Schram, grein í vikunni þar sem hann ræddi vanmátt hins óbreytta stjórnarþingmanns. Hvort tveggja kom í kjölfar yfirlýsinga Birgis Ármannssonar, formanns allsherjarnefndar, um að þingmannamál væru yfirleitt ekki tekin til umræðu í nefndinni. Er einhver þörf á þingi? Þægileg innivinnaSíðastliðið haust hafði einn af þingbusum á orði, eftir tvo mánuði á nýja vinnustaðnum, að sér kæmi á óvart hversu lítið hann hefði að gera. „Þetta er í rauninni bara þægileg innivinna." Annar þingmaður heyrðist dásama fjölda frídaga sem helsta kostinn við starfið. Það kemur heim. Síðasta fimmtudag var síðasti þingfundur fyrir páska. Spurning hvort takist að ná upp einum fundi eftir páska, áður en brestur á með sumarfríum.Ekki þarf að taka fram að tveir síðastnefndu þingmennirnir eru Reykjavíkurþingmenn. Það vantar í þá baráttuandann og kjördæmapotið. Þess vegna verða alltaf boruð ný og ný Vaðlaheiðargöng, á meðan höfuðborgarbolurinn situr í ljósasúpunni frá Kringlu til Klambra og hlustar á nývaknaða þingmenn lýsa væntanlegu sumarfríi í útvarpinu.Mér varð hugsað til alls þessa um liðna helgi þegar mér tóku að berast tölvupóstar vegna greinar sem ég birti hér síðasta laugardag um mögulega uppreisn á Íslandi í tilefni síhækkandi höfuðstóla húsnæðisólána. Flest voru bréfin full af reiði og sum þeirra innihéldu áskoranir. „Það eina sem vantar er einhvern til að leiða byltinguna, þá mun hún gerast!" Ég verð að viðurkenna að í fimm mínútur hugleiddi ég að gefa kost á mér. Því ekki að helga næsta hálfa árið baráttunni fyrir betra Íslandi? En auðvitað entist sú hugsun ekki lengur en í fimm mínútur. Auðvitað hefur maður einfaldlega of mikið að gera. En hver annar gæti tekið hlutverkið að sér? Í fyrstu datt mér enginn í hug. En svo mundi ég allt í einu eftir fólki sem hefur of lítið að gera, sem á of mikinn frítíma. Auðvitað er það hlutverk stjórnmálamanna að berjast fyrir bættum hag landsmanna. Ég var bara alveg búinn að gleyma því.Hvert er hlutverk þeirra?"Þetta sýnir okkur best hvað við eigum lélega stjórnmálamenn," sagði gáfaðasti kunninginn minn.Og kannski eru engir stjórnmálamenn á þingi, heldur bara þingmenn.Hvert er hlutverk þeirra? Að fara í frí og koma úr fríum, sitja í nefndum og fjalla um frumvörp, hlusta á athugasemdir, lesa skýrslur, lyfta upp hendi og koma fram með fyrirspurnir, sem öllum er svarað á sama hátt. "Í svari ráðherra kom fram að hann teldi ekki tímabært að fella niður umrætt gjald..." "Í svörum sínum við fyrirspurn þingmannsins ítrekaði ráðherra að ekki stæði til að gera breytingar á núverandi lögum..." "Í svari sínu taldi ráðherrann umræðuna ótímabæra..."Við kunnum öll leikritið utan að. Það skiptir engu hvað sagt er á Alþingi. Á endanum eru það ráðherrarnir sem ráða. Engin umræða fór til dæmis fram um nýteknar ákvarðanir í samgöngumálum. Þeim var bara skellt á borðið; vesgú, svona verður þetta. Og þegar formaður allsherjarnefndar viðurkennir það hreint út að frumvörp einstakra þingmanna eigi litla sem enga möguleika hljótum við að spyrja enn og aftur:Er þörf á þingi? Er ekki bara nóg að hafa ríkisstjórn og Silfur Egils? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgrímur Helgason Mest lesið Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun
Er einhver þörf á Alþingi? Er ekki bara nóg að hafa ríkisstjórn og Silfur Egils? Spurningin ágerðist í liðinni viku. Í fyrrnefndum þætti síðastliðinn sunnudag fórnaði Guðfinna Bjarnadóttir, glæný þingkona Sjálfstæðisflokksins, höndum og viðurkenndi að hún hefði aldrei kynnst jafn skrýtnum vinnustað og Alþingi. Guðfinna er nútímakona, sem rifið hafði upp og stjórnað nútímafyrirtækjum eins og Háskólanum í Reykjavík, en líður nú greinilega eins og hún hefði óvart villst inn á vaxmyndadeild Þjóðminjasafnsins. Þá ritaði frændi vor, Ellert Schram, grein í vikunni þar sem hann ræddi vanmátt hins óbreytta stjórnarþingmanns. Hvort tveggja kom í kjölfar yfirlýsinga Birgis Ármannssonar, formanns allsherjarnefndar, um að þingmannamál væru yfirleitt ekki tekin til umræðu í nefndinni. Er einhver þörf á þingi? Þægileg innivinnaSíðastliðið haust hafði einn af þingbusum á orði, eftir tvo mánuði á nýja vinnustaðnum, að sér kæmi á óvart hversu lítið hann hefði að gera. „Þetta er í rauninni bara þægileg innivinna." Annar þingmaður heyrðist dásama fjölda frídaga sem helsta kostinn við starfið. Það kemur heim. Síðasta fimmtudag var síðasti þingfundur fyrir páska. Spurning hvort takist að ná upp einum fundi eftir páska, áður en brestur á með sumarfríum.Ekki þarf að taka fram að tveir síðastnefndu þingmennirnir eru Reykjavíkurþingmenn. Það vantar í þá baráttuandann og kjördæmapotið. Þess vegna verða alltaf boruð ný og ný Vaðlaheiðargöng, á meðan höfuðborgarbolurinn situr í ljósasúpunni frá Kringlu til Klambra og hlustar á nývaknaða þingmenn lýsa væntanlegu sumarfríi í útvarpinu.Mér varð hugsað til alls þessa um liðna helgi þegar mér tóku að berast tölvupóstar vegna greinar sem ég birti hér síðasta laugardag um mögulega uppreisn á Íslandi í tilefni síhækkandi höfuðstóla húsnæðisólána. Flest voru bréfin full af reiði og sum þeirra innihéldu áskoranir. „Það eina sem vantar er einhvern til að leiða byltinguna, þá mun hún gerast!" Ég verð að viðurkenna að í fimm mínútur hugleiddi ég að gefa kost á mér. Því ekki að helga næsta hálfa árið baráttunni fyrir betra Íslandi? En auðvitað entist sú hugsun ekki lengur en í fimm mínútur. Auðvitað hefur maður einfaldlega of mikið að gera. En hver annar gæti tekið hlutverkið að sér? Í fyrstu datt mér enginn í hug. En svo mundi ég allt í einu eftir fólki sem hefur of lítið að gera, sem á of mikinn frítíma. Auðvitað er það hlutverk stjórnmálamanna að berjast fyrir bættum hag landsmanna. Ég var bara alveg búinn að gleyma því.Hvert er hlutverk þeirra?"Þetta sýnir okkur best hvað við eigum lélega stjórnmálamenn," sagði gáfaðasti kunninginn minn.Og kannski eru engir stjórnmálamenn á þingi, heldur bara þingmenn.Hvert er hlutverk þeirra? Að fara í frí og koma úr fríum, sitja í nefndum og fjalla um frumvörp, hlusta á athugasemdir, lesa skýrslur, lyfta upp hendi og koma fram með fyrirspurnir, sem öllum er svarað á sama hátt. "Í svari ráðherra kom fram að hann teldi ekki tímabært að fella niður umrætt gjald..." "Í svörum sínum við fyrirspurn þingmannsins ítrekaði ráðherra að ekki stæði til að gera breytingar á núverandi lögum..." "Í svari sínu taldi ráðherrann umræðuna ótímabæra..."Við kunnum öll leikritið utan að. Það skiptir engu hvað sagt er á Alþingi. Á endanum eru það ráðherrarnir sem ráða. Engin umræða fór til dæmis fram um nýteknar ákvarðanir í samgöngumálum. Þeim var bara skellt á borðið; vesgú, svona verður þetta. Og þegar formaður allsherjarnefndar viðurkennir það hreint út að frumvörp einstakra þingmanna eigi litla sem enga möguleika hljótum við að spyrja enn og aftur:Er þörf á þingi? Er ekki bara nóg að hafa ríkisstjórn og Silfur Egils?
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun