Bankahólfið: Glatt á hjalla 19. mars 2008 00:01 Hluthafar Bakkavarar voru hæstánægðir á aðalfundi félagsins í Þjóðleikhúsinu á föstudag í síðustu viku. Ágúst Guðmundsson, forstjóri félagsins, átti stórleik á Stóra sviðinu þegar hann lauk hefðbundinni tölu um ganginn á fyrirtækinu, gekk fram fyrir pontu og ræddi vítt og breitt um reksturinn næstu ár. Ekki minnkaði gleðin þegar Ágúst sleit fundinum og bauð gestum upp á veitingar. Bakkavör hefur í gegnum árin gert vel við hluthafa sína og virðist lítið lát á, því stjórnendur höfðu flutt inn bæði mat og kokka frá þeim þremur heimsálfum sem félagið starfar í. Úrvalið var eftir því: þrjú hlaðborð með réttum frá hverri heimsálfu og kokkum sem fræddu gesti um töfra matargerðarlistarinnar. Ekki feitirÍ gegnum árin hefur það af og til valdið miklum úlfaþyt í samfélaginu þegar starfsmenn fjármálafyrirtækja fá kauprétt í félögum sem þeir starfa hjá. Hefur það nánast alltaf verið ávísun á mikinn hagnað þar sem gengið í slíkum samningum er hagstætt miðað við þróun á mörkuðum. Þannig fengu starfsmenn Kaupþings kauprétt í bankanum í desember 2006 sem þeir máttu nýta nú í febrúar að einum þriðja hluta. Hins vegar er ólíklegt að nokkur þeirra hafi nýtt sér þennan kauprétt. Gengið bréfanna í samningnum í ár var 830. Það er ekki gáfulegt að kaupa Kaupþingsbréf á því gengi þegar gengi bankans í febrúar var nær 700. Það eru sem sagt fleiri en stóru hákarlarnir sem verða fyrir barðinu á lækkunum þessar vikurnar. Fólkið á gólfinu missir líka spón úr aski sínum.Samruni?Í nokkurn tíma hefur verið rætt um mögulega samruna á fjármálamarkaði og þá helst horft til smærri fyrirtækja í þeim geira. Glöggir samsæriskenningasmiðir voru hins vegar ekki lengi að sjá út „líklegan“ samruna þegar Straumur-Burðarás frestaði aðalfundi sínum frá 3. apríl til 15. apríl og gefa lítið fyrir þær skýringar að yfirmenn bankans hafi ekki getað mætt á fyrri dagsetninguna sökum einhverra anna. Aðalfundur Landsbankans, sem raunar var fyrstur bankanna til að birta uppgjör í janúar, er nefnilega á dagskrá 23. apríl, og er bankinn þá síðastur í hópnum til að halda aðalfund. Væntanlega liggur þó fyrir 7. apríl hvort á dagskránni verður yfirtaka á Straumi, en þá verða tillögur til aðalfundar teknar fyrir í stjórn bankans. Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Viðskipti erlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Fleiri fréttir Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Sjá meira
Hluthafar Bakkavarar voru hæstánægðir á aðalfundi félagsins í Þjóðleikhúsinu á föstudag í síðustu viku. Ágúst Guðmundsson, forstjóri félagsins, átti stórleik á Stóra sviðinu þegar hann lauk hefðbundinni tölu um ganginn á fyrirtækinu, gekk fram fyrir pontu og ræddi vítt og breitt um reksturinn næstu ár. Ekki minnkaði gleðin þegar Ágúst sleit fundinum og bauð gestum upp á veitingar. Bakkavör hefur í gegnum árin gert vel við hluthafa sína og virðist lítið lát á, því stjórnendur höfðu flutt inn bæði mat og kokka frá þeim þremur heimsálfum sem félagið starfar í. Úrvalið var eftir því: þrjú hlaðborð með réttum frá hverri heimsálfu og kokkum sem fræddu gesti um töfra matargerðarlistarinnar. Ekki feitirÍ gegnum árin hefur það af og til valdið miklum úlfaþyt í samfélaginu þegar starfsmenn fjármálafyrirtækja fá kauprétt í félögum sem þeir starfa hjá. Hefur það nánast alltaf verið ávísun á mikinn hagnað þar sem gengið í slíkum samningum er hagstætt miðað við þróun á mörkuðum. Þannig fengu starfsmenn Kaupþings kauprétt í bankanum í desember 2006 sem þeir máttu nýta nú í febrúar að einum þriðja hluta. Hins vegar er ólíklegt að nokkur þeirra hafi nýtt sér þennan kauprétt. Gengið bréfanna í samningnum í ár var 830. Það er ekki gáfulegt að kaupa Kaupþingsbréf á því gengi þegar gengi bankans í febrúar var nær 700. Það eru sem sagt fleiri en stóru hákarlarnir sem verða fyrir barðinu á lækkunum þessar vikurnar. Fólkið á gólfinu missir líka spón úr aski sínum.Samruni?Í nokkurn tíma hefur verið rætt um mögulega samruna á fjármálamarkaði og þá helst horft til smærri fyrirtækja í þeim geira. Glöggir samsæriskenningasmiðir voru hins vegar ekki lengi að sjá út „líklegan“ samruna þegar Straumur-Burðarás frestaði aðalfundi sínum frá 3. apríl til 15. apríl og gefa lítið fyrir þær skýringar að yfirmenn bankans hafi ekki getað mætt á fyrri dagsetninguna sökum einhverra anna. Aðalfundur Landsbankans, sem raunar var fyrstur bankanna til að birta uppgjör í janúar, er nefnilega á dagskrá 23. apríl, og er bankinn þá síðastur í hópnum til að halda aðalfund. Væntanlega liggur þó fyrir 7. apríl hvort á dagskránni verður yfirtaka á Straumi, en þá verða tillögur til aðalfundar teknar fyrir í stjórn bankans.
Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Viðskipti erlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Fleiri fréttir Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Sjá meira