Nevio Orlandi var sagt upp störfum sem þjálfari ítalska úrvalsdeildarfélagsins Reggina í dag og Giuseppe Pillon ráðinn í hans stað.
Reggina er í næstneðsta sæti deildarinnar með tólf stig eftir sextán leiki. Emil Hallfreðsson er á mála hjá Reggina.
Pillon er 52 ára gamall og hefur komið víða við á sínum ferli. Síðast þjálfaði hann B-deildarlið Treviso en fór frá því félagi í sumar.
Orlandi var ráðinn í mars síðastliðnum og náði að forða liðinu frá falli úr úrvalsdeildinni.
Emil hefur komið við sögu í sex deildarleikjum á tímabilinu, þar af þrisvar sem byrjunarliðsmaður. Hann hefur yfirleitt verið í leikmannahópi liðsins.