Bröndby vann Esbjerg 2-1 í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Landsliðsmaðurinn Stefán Gíslason var í liði Bröndby en sigurmark leiksins kom eftir aukaspyrnu hans á 76. mínútu.
Bröndby er í öðru sæti deildarinnar eftir átta umferðir, fimm stigum á eftir toppliði OB.
Esbjerg er í neðsta sæti með aðeins þrjú stig en Gunnar Heiðar Þorvaldsson lék ekki með liðinu í kvöld vegna meiðsla.