Birgir Páll Marteinsson hefur ákveðið að áfrýja ekki sjö ára fangelsisdómi sem hann fékk í Færeyjum, fyrir þátt sinn í Pólstjörnumálinu.
Auk sjö ára fangelsis var hann dæmdur í ævilangt afturkomubann til Færeyja. Þar á hann ættingja og vini.
Ola Jákup Kristofferson, lögmaður Birgis Páls sagði í samtali við Vísi að hann hefði sjálfur ákveðið að áfrýja ekki dóminum.
Dómsmálayfirvöld hafa einnig möguleika á að áfrýja, en saksóknarinn krafðist tíu ára fangelsis yfir Birgi Páli.
Ákvörðun um það verður tekin í Kaupmannahöfn. Ola Jákup sagði að ef dómsvaldið áfrýjaði dóminum hefði Birgir Páll möguleika á að gagnáfrýja.
Áfrýjar ekki fangelsisdóminum í Færeyjum
