Burt með eineltið Steinunn Stefánsdóttir skrifar 19. júlí 2008 06:00 Móðir drengs sem féll fyrir eigin hendi fyrr í sumar hefur stigið fram og sagt sögu sonar síns. Pilturinn varð fyrir grimmilegu og langvarandi einelti og foreldrar hans álíta að til þess megi rekja þá miklu vanlíðan sem að lokum leiddi til þess að ungi maðurinn svipti sig lífi. Í framhaldinu hefur komið fram að ekki hafi tekist að vinna bug á eineltinu í skóla piltsins og hann hafi því verið fluttur í annan skóla. Því miður virðist það oft þrautalendingin að reyna að stöðva einelti með því að flytja fórnarlambið í annan skóla. Skilaboðin sem send eru bæði gerendum og fórnarlömbum eineltis með þessari aðferð eru alröng. Auk þess upprætir flutningur þolanda eineltis milli skóla ekki endilega eineltið. Sími og net veita nefnilega býsna greiðan aðgang að fórnarlömbum eineltis. Einelti er ofbeldi og þannig ber að taka á því. Eina leiðin til að uppræta það er að taka það föstum tökum hjá gerendunum, stöðva það. Hugtakið einelti er tiltölulega ungt. Áður var talað um stríðni og jafnvel var viðurkennt að hún gæti farið úr böndunum. Með því að nota hugtakið einelti og skilgreina það sem ofbeldi er hægt að taka á því með markvissum hætti og það er sem betur fer gert víða. Foreldrar hafa góðu heilli vaxandi áhuga á því sem fram fer innan skóla barna þeirra og láta líðan barns í skóla sig miklu varða. Það ætti því að vera skýlaus krafa allra foreldra að í skóla barns þeirra sé til aðgerðaráætlun gegn einelti sem unnið er eftir þegar slík mál koma upp. Komið hefur í ljós að stórlega dregur úr einelti í þeim skólum sem vinna samkvæmt svo kallaðri Olweusaráætlun gegn einelti. Tugir skóla á Íslandi vinna eftir þessari áætlun og mun láta nærri að um helmingur grunnskólabarna sé í skóla þar sem unnið er í samræmi við þessar hugmyndir. Öllum skólum gefst kostur á að taka þátt í verkefninu. Á heimasíðu Olweusarverkefnisins kemur fram að sænsk skólayfirvöld hafi rannsakað 21 aðferð sem beitt er til að vinna á einelti. Niðurstaðan var að Olweusaráætlunin væri eina aðgerðaráætlunin sem ekki þyrfti að efast um að hefði áhrif gegn einelti í skólum. Það er lykilatriði að skólar marki sér skýra stefnu um það hvernig tekist er á við einelti þegar það kemur upp. Allir starfsmenn skólans eiga að þekkja stefnuna og ábyrgð hvers og eins. Nemendur verða að fá skýr skilaboð um að það sé á ábyrgð hvers og eins að einelti líðist ekki í skólanum og foreldrar sömuleiðis. Grunnskólagangan á að undirbúa börn undir ábyrga þátttöku í lýðræðissamfélagi. Partur af þeim undirbúningi er að takast á við einelti í skólum með markvissum hætti. Saga piltsins sem lést þegar lífið blasti við honum er þyngri en tárum taki en því miður ekki einsdæmi. Hins vegar verða allir að leggjast á árar til að leitast við að koma í veg fyrir að hún endurtaki sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir Skoðun Dagur sjaldgæfa sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun
Móðir drengs sem féll fyrir eigin hendi fyrr í sumar hefur stigið fram og sagt sögu sonar síns. Pilturinn varð fyrir grimmilegu og langvarandi einelti og foreldrar hans álíta að til þess megi rekja þá miklu vanlíðan sem að lokum leiddi til þess að ungi maðurinn svipti sig lífi. Í framhaldinu hefur komið fram að ekki hafi tekist að vinna bug á eineltinu í skóla piltsins og hann hafi því verið fluttur í annan skóla. Því miður virðist það oft þrautalendingin að reyna að stöðva einelti með því að flytja fórnarlambið í annan skóla. Skilaboðin sem send eru bæði gerendum og fórnarlömbum eineltis með þessari aðferð eru alröng. Auk þess upprætir flutningur þolanda eineltis milli skóla ekki endilega eineltið. Sími og net veita nefnilega býsna greiðan aðgang að fórnarlömbum eineltis. Einelti er ofbeldi og þannig ber að taka á því. Eina leiðin til að uppræta það er að taka það föstum tökum hjá gerendunum, stöðva það. Hugtakið einelti er tiltölulega ungt. Áður var talað um stríðni og jafnvel var viðurkennt að hún gæti farið úr böndunum. Með því að nota hugtakið einelti og skilgreina það sem ofbeldi er hægt að taka á því með markvissum hætti og það er sem betur fer gert víða. Foreldrar hafa góðu heilli vaxandi áhuga á því sem fram fer innan skóla barna þeirra og láta líðan barns í skóla sig miklu varða. Það ætti því að vera skýlaus krafa allra foreldra að í skóla barns þeirra sé til aðgerðaráætlun gegn einelti sem unnið er eftir þegar slík mál koma upp. Komið hefur í ljós að stórlega dregur úr einelti í þeim skólum sem vinna samkvæmt svo kallaðri Olweusaráætlun gegn einelti. Tugir skóla á Íslandi vinna eftir þessari áætlun og mun láta nærri að um helmingur grunnskólabarna sé í skóla þar sem unnið er í samræmi við þessar hugmyndir. Öllum skólum gefst kostur á að taka þátt í verkefninu. Á heimasíðu Olweusarverkefnisins kemur fram að sænsk skólayfirvöld hafi rannsakað 21 aðferð sem beitt er til að vinna á einelti. Niðurstaðan var að Olweusaráætlunin væri eina aðgerðaráætlunin sem ekki þyrfti að efast um að hefði áhrif gegn einelti í skólum. Það er lykilatriði að skólar marki sér skýra stefnu um það hvernig tekist er á við einelti þegar það kemur upp. Allir starfsmenn skólans eiga að þekkja stefnuna og ábyrgð hvers og eins. Nemendur verða að fá skýr skilaboð um að það sé á ábyrgð hvers og eins að einelti líðist ekki í skólanum og foreldrar sömuleiðis. Grunnskólagangan á að undirbúa börn undir ábyrga þátttöku í lýðræðissamfélagi. Partur af þeim undirbúningi er að takast á við einelti í skólum með markvissum hætti. Saga piltsins sem lést þegar lífið blasti við honum er þyngri en tárum taki en því miður ekki einsdæmi. Hins vegar verða allir að leggjast á árar til að leitast við að koma í veg fyrir að hún endurtaki sig.