Gerard Pique segir í viðtali við heimasíðu Barcelona að viðræður hans og félagsins eru langt komnar.
Pique er staddur í Barcelona með „landsliði" Katalóníu sem mætir Argentínu í vináttuleik á morgun. Hann staðfesti þá þetta sem flestir hafa vitað, að Pique sé mjög hugsanlega á leið aftur til Barcelona þar sem hann hóf feril sinn með varaliði félagsins.
Pique er á mála hjá Manchester United en hefur fá tækifæri fengið. Hann segir að þrátt fyrir viðræðurnar sé ekkert öruggt.
„Ákvörðunin liggur í höndum annarra manna sem stendur. Þetta verður bara að fá að koma í ljós."