Eiður Smári Guðjohnsen lék seinni hálfleikinn fyrir Barcelona í nótt þegar liðið vann 6-2 sigur á New York Red Bulls. Þetta var síðasti æfingaleikur spænska liðsins en framundan eru opinberir leikir.
Börsungar yfirspiluðu mótherja sína í fyrri hálfleiknum og staðan var 4-1 í leikhléi. Hraði leiksins minnkaði talsvert í seinni hálfleik en spænska liðið áfram með völdin.
Samuel Eto'o skoraði tvö mörk fyrir Barcelona og Xavi Hernandes, Rafael Alvez Marques, Jeffren Suarez og Pedro Ramirez eitt mark hver.