Boston vann nauman sigur á Cleveland í fyrsta leik 7. maí 2008 09:23 Deildarmeistarar Boston Celtics unnu í nótt nauman 76-72 sigur á Cleveland í fyrsta leik liðanna í annari umferð úrslitakeppninnar í NBA deildinni. Harður varnarleikur og barátta einkenndi leikinn og voru flestar stórstjörnunar langt frá sínu besta í sóknarleiknum. Lið Cleveland á eflaust eftir að líta til baka og naga sig í handabökin yfir þessum fyrsta leik ef liðið tapar einvíginu, því liðið var í góðri stöðu til að vinna leikinn. LeBron James átti einn versta leik sinn á ferlinum í sókninni og hitti aðeins 2 af 18 skotum utan af velli og tapaði 10 boltum. Hann fékk nokkur góð færi til að skora á síðustu andartökum leiksins, en boltinn vildi einfaldlega ekki ofan í körfuna. James hirti 9 fráköst og gaf 9 stoðsendingar í leiknum, en Zydrunas Ilgauskas var atkvæðamestur í Cleveland með 22 stig og 12 fráköst. Tölfræði leiksins Stórstjörnur Boston voru heldur ekki í essinu sínu í gær ef undan er skilinn Kevin Garnett sem skoraði 28 stig og hirti 8 fráköst. Paul Pierce hitti aðeins úr 2 af 14 skotum sínum og endaði með 4 stig og Ray Allen komst ekki á blað. Þetta var í fyrsta skipti síðan árið 1997 sem Allen skorar ekki stig í leik í NBA - eða í 852 leiki. "Þetta var eins og tveir þungavigtarboxarar að lumbra á hvor öðrum. Það voru engar stungur eða krúsídúllur í þessum leik - þetta var bara harður varnarleikur og slagsmál," sagði Kevin Garnett hjá Boston. LeBron James var ósáttur við eigin frammistöðu í leiknum, en hann hefur aðeins einu sinni áður á ferlinum skorað færri körfur utan af velli í leik í deildinni. "Ég klikkaði á mörgum skotum sem ég veit að ég get sett niður," sagði James og horfði ringlaður á tölfræðiskýrsluna eftir leikinn. "Ég var að klikka á sniðskotum - sniðskotum sem ég hef sett niður alla ævi." NBA Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Sjá meira
Deildarmeistarar Boston Celtics unnu í nótt nauman 76-72 sigur á Cleveland í fyrsta leik liðanna í annari umferð úrslitakeppninnar í NBA deildinni. Harður varnarleikur og barátta einkenndi leikinn og voru flestar stórstjörnunar langt frá sínu besta í sóknarleiknum. Lið Cleveland á eflaust eftir að líta til baka og naga sig í handabökin yfir þessum fyrsta leik ef liðið tapar einvíginu, því liðið var í góðri stöðu til að vinna leikinn. LeBron James átti einn versta leik sinn á ferlinum í sókninni og hitti aðeins 2 af 18 skotum utan af velli og tapaði 10 boltum. Hann fékk nokkur góð færi til að skora á síðustu andartökum leiksins, en boltinn vildi einfaldlega ekki ofan í körfuna. James hirti 9 fráköst og gaf 9 stoðsendingar í leiknum, en Zydrunas Ilgauskas var atkvæðamestur í Cleveland með 22 stig og 12 fráköst. Tölfræði leiksins Stórstjörnur Boston voru heldur ekki í essinu sínu í gær ef undan er skilinn Kevin Garnett sem skoraði 28 stig og hirti 8 fráköst. Paul Pierce hitti aðeins úr 2 af 14 skotum sínum og endaði með 4 stig og Ray Allen komst ekki á blað. Þetta var í fyrsta skipti síðan árið 1997 sem Allen skorar ekki stig í leik í NBA - eða í 852 leiki. "Þetta var eins og tveir þungavigtarboxarar að lumbra á hvor öðrum. Það voru engar stungur eða krúsídúllur í þessum leik - þetta var bara harður varnarleikur og slagsmál," sagði Kevin Garnett hjá Boston. LeBron James var ósáttur við eigin frammistöðu í leiknum, en hann hefur aðeins einu sinni áður á ferlinum skorað færri körfur utan af velli í leik í deildinni. "Ég klikkaði á mörgum skotum sem ég veit að ég get sett niður," sagði James og horfði ringlaður á tölfræðiskýrsluna eftir leikinn. "Ég var að klikka á sniðskotum - sniðskotum sem ég hef sett niður alla ævi."
NBA Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Sjá meira