Bankahólfið: Engin þota 5. nóvember 2008 04:00 Vart varð þverfótað fyrir einkaþotum á Reykjavíkurflugvelli á síðasta ári. Þotunum hefur nú fækkað um eina en Bakkabræður hafa losað sig við skýjafákinn. Fréttir um sölu einkaþotunnar komu fram á sérstökum hluthafafundi Existu í síðustu viku en þar var jafnframt ákveðið að koma félaginu í var þar til óveðri á íslenskum hlutabréfamarkaði sloti. Jafnframt kom fram að þeir Ágúst og Lýður Guðmundssynir, sem stofnuðu Bakkavör á sínum tíma, hafi greitt allan kostnað við umstang þotunnar úr eigin vasa þótt þeir hafi ekki sjálfir verið um borð. Gamalt og gottOg enn af Bakkabræðrum. Eitt af helstu einkennum góðærissprengjunnar á síðasta ári voru jeppar. Þar bar Range Rover hæst; hann var nefndur bíll hinna útvöldu þar til korteri fyrir bankahrunið mikla í byrjun október. Bílaflotinn var af svipuðu kalíberi á hluthafafundi Existu. Eftir kaffi og með því, þegar flestir fundargestir voru horfnir á braut á drossíunum, settist Bakkabróðirinn Ágúst undir stýrið á sínum stálfáki og skutlaði bróður sínum í höfuðstöðvarnar í Ármúlanum. Bíllinn var langt í frá af nýjustu gerð; Saab sextíu og átta sem hann gerði sjálfur upp, samkvæmt nokkuð áreiðanlegum heimildum. Bílinn má stundum sjá fyrir utan VÍS-húsið í Ármúlanum á milli eðaljeppanna. Jafnundarlegt og það hljómar þá merkir Saabinn að forstjóri Bakkavarar sé í húsinu. Svartur svanurEin af þeim bókum sem vitnað er til um þessar mundir er „The Black Swan: The Impact of the Highly Improbable“ eftir Nassim nokkurn Nicholas Taleb, sem rætur á að rekja til Líbanon. Eins og gefur að skilja fjallar bókin, sem og margt af því sem Taleb hefur ritað síðustu ár, um hið óvænta, svo sem yfirstandandi fjármálakreppu. Taleb gefur lítið fyrir það að horfa um öxl enda sé þá of seint í rassinn gripið. Vænlegra sé að taka hið óvænta með í reikninginn fyrir fram. Kaldhæðnin er hins vegar sú að þeir sem eru að lesa bókina í fyrsta sinn nú um stundir eru of seinir. Festi þekkingin rætur ættu þeir hins vegar að koma sterkir inn í næstu kreppu … Bankahólfið Markaðir Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Sjá meira
Vart varð þverfótað fyrir einkaþotum á Reykjavíkurflugvelli á síðasta ári. Þotunum hefur nú fækkað um eina en Bakkabræður hafa losað sig við skýjafákinn. Fréttir um sölu einkaþotunnar komu fram á sérstökum hluthafafundi Existu í síðustu viku en þar var jafnframt ákveðið að koma félaginu í var þar til óveðri á íslenskum hlutabréfamarkaði sloti. Jafnframt kom fram að þeir Ágúst og Lýður Guðmundssynir, sem stofnuðu Bakkavör á sínum tíma, hafi greitt allan kostnað við umstang þotunnar úr eigin vasa þótt þeir hafi ekki sjálfir verið um borð. Gamalt og gottOg enn af Bakkabræðrum. Eitt af helstu einkennum góðærissprengjunnar á síðasta ári voru jeppar. Þar bar Range Rover hæst; hann var nefndur bíll hinna útvöldu þar til korteri fyrir bankahrunið mikla í byrjun október. Bílaflotinn var af svipuðu kalíberi á hluthafafundi Existu. Eftir kaffi og með því, þegar flestir fundargestir voru horfnir á braut á drossíunum, settist Bakkabróðirinn Ágúst undir stýrið á sínum stálfáki og skutlaði bróður sínum í höfuðstöðvarnar í Ármúlanum. Bíllinn var langt í frá af nýjustu gerð; Saab sextíu og átta sem hann gerði sjálfur upp, samkvæmt nokkuð áreiðanlegum heimildum. Bílinn má stundum sjá fyrir utan VÍS-húsið í Ármúlanum á milli eðaljeppanna. Jafnundarlegt og það hljómar þá merkir Saabinn að forstjóri Bakkavarar sé í húsinu. Svartur svanurEin af þeim bókum sem vitnað er til um þessar mundir er „The Black Swan: The Impact of the Highly Improbable“ eftir Nassim nokkurn Nicholas Taleb, sem rætur á að rekja til Líbanon. Eins og gefur að skilja fjallar bókin, sem og margt af því sem Taleb hefur ritað síðustu ár, um hið óvænta, svo sem yfirstandandi fjármálakreppu. Taleb gefur lítið fyrir það að horfa um öxl enda sé þá of seint í rassinn gripið. Vænlegra sé að taka hið óvænta með í reikninginn fyrir fram. Kaldhæðnin er hins vegar sú að þeir sem eru að lesa bókina í fyrsta sinn nú um stundir eru of seinir. Festi þekkingin rætur ættu þeir hins vegar að koma sterkir inn í næstu kreppu …
Bankahólfið Markaðir Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Sjá meira