Eiður: Klæðist treyjunni með stolti Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. október 2008 15:53 Eiður Smári Guðjohnsen fagnar marki sínu gegn Real Betis. Nordic Photos / AFP Eiður Smári Guðjohnsen segir í samtali við El Mundo Deportivo að sigurmarkið sem hann skoraði fyrir Barcelona gegn Real Betis hafi fyllt hann stolti að spila fyrir félagið. Eiður barði sér á brjóst eftir markið og var spurður um ástæður þess. „Það var eins og að segja að ég væri enn hér og klæðist þessari treyju með stolti. Það var mjög tilfinningaríkt að skora þetta mark því ég þurfti á því að halda að skora mark og það reyndist úrslitamark leiksins." Eiður Smári hefur mátt þola miklar vangaveltur um framtíð sína hjá Barcelona þegar félagaskiptaglugginn hefur verið opinn en staða hans hjá liðinu í dag er sterk. „Það hefur í sjálfu sér lítið breyst en þær breytingar sem hafa átt sér stað hafa reynst mikilvægar fyrir mig. Mér finnst ég nú metinn að verðleikum af þjálfaranum og það hefur gefið mér meira sjálfstraust. Þar fyrir utan hef ég skorað nokkur mörk sem gerir það að verkum að ég get leyft mér að vera afslappaðri þegar ég spila. Ég þarf ekki lengur að spila eins og að ég eigi lífið að leysa." „Sjálfstraustið hefur aukist hjá mér þar sem ég er í meiri metum hjá liðinu. Ég veit núna að ég fæ áfram tækifæri ef ég spila vel. Ólíkt því sem gerðist á síðasta tímabili þegar ég mátti sætta mig að fara á bekkinn þó svo að ég hafi spilað vel í síðasta leik á undan. Mér finnst einnig að liðsheildin hjá liðinu sé sterkari nú og það gæti orðið til þess að tímabilið verði frábært." Hann var einnig spurður hvort að það hafi reynst auðveldara fyrir hann að vinna sér sæti í liðinu þar sem að Portúgalinn Deco sé farinn frá félaginu. „Ég myndi ekki segja að það væri auðveldara þessa dagana en kannski gæti það hafa haft áhrif þar sem að Deco stóð sig vel og var liðinu mjög mikilvægur. En það breytir því ekki að allir leikmenn eiga möguleika á því að komast í byrjunarliðið ólíkt ástandinu í fyrra þegar þjálfarinn vissi alltaf fyrirfram hverjir myndu spila. Guardiola hefur varað okkur við því að það á enginn bókað sæti í byrjunarliðinu." Eiður Smári sagði að Rijkaard hafi ekki valdið sér vonbrigðum, þrátt fyrir allt. „Hann olli mér ekki vonbrigðum sem persóna eða þjálfari þar sem ég ber mikla virðingu fyrir honum. En sumar ákvarðanna hans ollu mér vonbrigðum. Það er stundum erfitt að skilja ástæðurnar fyrir því að þjálfarinn virðist ekki hafa trú á manni." Hann sagði einnig að leikmenn hafi leyft sér að byrja upp á nýtt í haust og að spennan sé minni í leikmannahópnum. „Það er samt ljóst að eftir að félagið hefur gengið í gegnum tvö tímabil án þess að vinna neina titla að hungrið er nú aftur til staðar. Það er bersýnilegt á æfingum." Spænski boltinn Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Járnkona sundsins kveður Sport „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Fleiri fréttir Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen segir í samtali við El Mundo Deportivo að sigurmarkið sem hann skoraði fyrir Barcelona gegn Real Betis hafi fyllt hann stolti að spila fyrir félagið. Eiður barði sér á brjóst eftir markið og var spurður um ástæður þess. „Það var eins og að segja að ég væri enn hér og klæðist þessari treyju með stolti. Það var mjög tilfinningaríkt að skora þetta mark því ég þurfti á því að halda að skora mark og það reyndist úrslitamark leiksins." Eiður Smári hefur mátt þola miklar vangaveltur um framtíð sína hjá Barcelona þegar félagaskiptaglugginn hefur verið opinn en staða hans hjá liðinu í dag er sterk. „Það hefur í sjálfu sér lítið breyst en þær breytingar sem hafa átt sér stað hafa reynst mikilvægar fyrir mig. Mér finnst ég nú metinn að verðleikum af þjálfaranum og það hefur gefið mér meira sjálfstraust. Þar fyrir utan hef ég skorað nokkur mörk sem gerir það að verkum að ég get leyft mér að vera afslappaðri þegar ég spila. Ég þarf ekki lengur að spila eins og að ég eigi lífið að leysa." „Sjálfstraustið hefur aukist hjá mér þar sem ég er í meiri metum hjá liðinu. Ég veit núna að ég fæ áfram tækifæri ef ég spila vel. Ólíkt því sem gerðist á síðasta tímabili þegar ég mátti sætta mig að fara á bekkinn þó svo að ég hafi spilað vel í síðasta leik á undan. Mér finnst einnig að liðsheildin hjá liðinu sé sterkari nú og það gæti orðið til þess að tímabilið verði frábært." Hann var einnig spurður hvort að það hafi reynst auðveldara fyrir hann að vinna sér sæti í liðinu þar sem að Portúgalinn Deco sé farinn frá félaginu. „Ég myndi ekki segja að það væri auðveldara þessa dagana en kannski gæti það hafa haft áhrif þar sem að Deco stóð sig vel og var liðinu mjög mikilvægur. En það breytir því ekki að allir leikmenn eiga möguleika á því að komast í byrjunarliðið ólíkt ástandinu í fyrra þegar þjálfarinn vissi alltaf fyrirfram hverjir myndu spila. Guardiola hefur varað okkur við því að það á enginn bókað sæti í byrjunarliðinu." Eiður Smári sagði að Rijkaard hafi ekki valdið sér vonbrigðum, þrátt fyrir allt. „Hann olli mér ekki vonbrigðum sem persóna eða þjálfari þar sem ég ber mikla virðingu fyrir honum. En sumar ákvarðanna hans ollu mér vonbrigðum. Það er stundum erfitt að skilja ástæðurnar fyrir því að þjálfarinn virðist ekki hafa trú á manni." Hann sagði einnig að leikmenn hafi leyft sér að byrja upp á nýtt í haust og að spennan sé minni í leikmannahópnum. „Það er samt ljóst að eftir að félagið hefur gengið í gegnum tvö tímabil án þess að vinna neina titla að hungrið er nú aftur til staðar. Það er bersýnilegt á æfingum."
Spænski boltinn Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Járnkona sundsins kveður Sport „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Fleiri fréttir Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Sjá meira