Inter vann í dag loksins sigur í dag eftir fjóra jafnteflisleiki í röð, bæði í ítölsku úrvalsdeildinni og Meistaradeild Evrópu. En tæpt stóð það þar sem Julio Cruz tryggði Inter sigur á Udinese með marki á lokamínútu leikins.
Inter kom sér þar með á topp deildarinnar en Napoli er í öðru sæti, stigi á eftir Inter. Napoli vann 2-0 sigur á Sampdoria í dag.
Lazio er svo í þriðja sæti deildarinnar með 22 stig, rétt eins og AC Milan. Lazio vann 3-0 sigur á Siena en AC Milan getur komið sér aftur á topp deildarinnar í kvöld með sigri á Lecce á útivelli.
Udinese er svo dottið niður í sjötta sæti deildarinnar eftir öfluga byrjun í haust.
Reggina er enn neðst í deildinni með fimm stig en liðið tapaði fyrir Genoa á útivelli í dag, 4-0. Emil Hallfreðsson sat allan leikinn á varamannabekk Reggina.
Reggina missti mann af velli með rautt spjald á lokamínútu fyrri hálfleiks og fékk svo fjögur mörk á sig í þeim síðari. Þar af skoraði Diego Milito þrennu fyrir Genoa.
Mikilvægur sigur Inter á Udinese
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby
Íslenski boltinn


Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna
Enski boltinn

Íþróttamaður HK til liðs við ÍA
Íslenski boltinn



Frá Skagafirði á Akranes
Körfubolti
