Fótbolti

Foreldrar Puerta vilja 250 þúsund evrur

Puerta lést á sviplegan hátt fyrir rúmu ári
Puerta lést á sviplegan hátt fyrir rúmu ári AFP

Rúmt ár er liðið síðan knattspyrnumaðurinn Antonio Puerta lést á knattspyrnuvellinum í leik með liði sínu Sevilla á Spáni.

Fráfall hans var stuðningsmönnum Sevilla mikið áfall og atvikið stendur líklega enn í þeim sem urðu vitni að því þegar hann féll meðvitundarlaus í grasið. Hann lést skömmu síðar.

Foreldrar Puerta hafa farið fram á miskabætur frá félaginu og spænska blaðið Marca hélt því fram í dag að þeir færu fram á 250 þúsund evrur frá félaginu.

Forráðamenn Sevilla eru sagðir tilbúnir að borga 200 þúsund evrur, en lögmaður fjölskyldu Puerta fer fram á hærri upphæð þar sem fjölskylda leikmannsins hafi alfarið verið á hans framfæri þegar hann lést.

Búist er við niðurstöðu í málinu í næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×