Lassana Diarra gekk í dag frá samkomulagi við Real Madrid og mun ganga til liðs við félagið um áramótin ef hann stenst læknisskoðun á mánudaginn.
Diarra mun skrifa undir fjögurra og hálfs árs samning við Real Madrid ef allt fer eftir óskum.
Fullyrt er að Real Madrid hafi boðið 20 milljónir evra í Diarra en hann var einnig orðaður við önnur lið, svo sem Manchester City.
Diarra hóf ferill sinn hjá Le Havre í Frakklandi en fór til Chelsea árið 2005. Þaðan fór hann til Arsenal í ágúst 2007 en var seldur til Portsmouth aðeins fimm mánuðum síðar.
Diarra búinn að semja við Real Madrid
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum
Enski boltinn


Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi
Enski boltinn


Lehmann færir sig um set á Ítalíu
Fótbolti


„Einhver vildi losna við mig“
Fótbolti
