AC Milan hefur staðfest að félagið hefur krækt í ítalska bakvörðinn Gianluca Zambrotta frá Barcelona. Samingaviðræður Zambrotta við Börsunga sigldu í strand og er leikmaðurinn á leið heim.
Samningur Zambrotta við AC Milan er til 2012 en kaupverðið er sjö milljón pund. Zambrotta er 31. árs og var byrjunarliðsmaður hjá Barcelona.
Þessi kaup AC Milan hafa legið í loftinu í nokkurn tíma og því fáir sem láta þau koma sér á óvart.