Útilegumenn Þórgunnur Oddsdóttir skrifar 18. júlí 2008 06:00 Það var úr vöndu að ráða þegar ungt par á þrítugsaldri ætlaði að skella sér í útilegu á dögunum. Ekki vantaði útbúnaðinn. Nýtt tjald var komið í skottið og kæliboxið hafði verið fyllt af nesti. Það var aðeins einn hængur á. Aldurinn. Fólk á hinum alræmda þrítugsaldri er nefnilega ekki sérlega velkomið á sumum tjaldsvæðum landsins. Það er að segja ekki nema það hafi slysast til þess að búa til barn í tæka tíð til að geta dröslað því með í útileguna. Áfangastaðurinn var löngu ákveðinn en samt var um sannkallaða óvissuferð að ræða. Skyldu þau fá að tjalda eða ekki? Hafði tjaldvörðurinn á Laugarvatni ekki sagt í fréttunum um daginn að þar vildu menn ekki sjá „óæskilega hópamyndun fólks undir þrítugu sem ræður ekki við útrás sína"? Hvernig átti að túlka þessi orð? Skyldi par á þessum vafasama aldri vera dæmi um óæskilega hópamyndun í augum tjaldvarðanna? Nú rifjuðust upp löngu gleymdar aðferðir sem reynst höfðu notadrjúgar til að smygla sér inn á skemmtistaði í den. Það var reyndar of seint að útvega fölsuð skilríki en ýmislegt annað mátti reyna. Þeirri hugmynd skaut upp að fá lánaðan barnabílstól og ljúga síðan að tjaldvörðunum að krakkinn væri á leiðinni, hann hefði bara fengið far með ömmu og afa. Í framhaldinu kviknaði sú hugmynd hvort ef til vill væri að skapast hér markaður fyrir barnaleigu. Vanti foreldra pössun um helgina má eflaust leigja afkvæmin út til barnlausra á þrítugsaldri sem langar í útilegu. Í raun var svolítið hressandi að uppgötva að þótt þrítugsafmælið nálgist þá er enn þá eitthvað (fyrir utan það að bjóða sig fram til forseta) sem við tuttuguogeitthvað-fólkið erum of ung til að gera. Sextán ára urðum við sjálfráða, sautján ára fengum við bílprófið og tvítug máttum við kaupa bjór. Allir afmælisdagar síðan þá hafa verið hver öðrum leiðinlegri en nú getum við hlakkað til að fylla þrjá tugi og mega loksins tjalda. Það er ekki svo langt að bíða. Hins vegar er fermingarbörnunum vorkunn. Alla vega þessum sem fengu glænýtt kúlutjald í fermingargjöf og þurfa að bíða í 16 ár með að nota það. Parið unga datt að lokum niður á einfalda aðferð til að blekkja tjaldverðina. Góður púði var hafður með í för sem undirrituð ætlaði að troða inn á sig ef vígalega útkastara tjaldsvæðanna bæri að garði. Þeir fara varla að neita þungaðri konu um gistingu. Svoleiðis gerist bara í allra svæsnustu ævintýrunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórgunnur Oddsdóttir Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun
Það var úr vöndu að ráða þegar ungt par á þrítugsaldri ætlaði að skella sér í útilegu á dögunum. Ekki vantaði útbúnaðinn. Nýtt tjald var komið í skottið og kæliboxið hafði verið fyllt af nesti. Það var aðeins einn hængur á. Aldurinn. Fólk á hinum alræmda þrítugsaldri er nefnilega ekki sérlega velkomið á sumum tjaldsvæðum landsins. Það er að segja ekki nema það hafi slysast til þess að búa til barn í tæka tíð til að geta dröslað því með í útileguna. Áfangastaðurinn var löngu ákveðinn en samt var um sannkallaða óvissuferð að ræða. Skyldu þau fá að tjalda eða ekki? Hafði tjaldvörðurinn á Laugarvatni ekki sagt í fréttunum um daginn að þar vildu menn ekki sjá „óæskilega hópamyndun fólks undir þrítugu sem ræður ekki við útrás sína"? Hvernig átti að túlka þessi orð? Skyldi par á þessum vafasama aldri vera dæmi um óæskilega hópamyndun í augum tjaldvarðanna? Nú rifjuðust upp löngu gleymdar aðferðir sem reynst höfðu notadrjúgar til að smygla sér inn á skemmtistaði í den. Það var reyndar of seint að útvega fölsuð skilríki en ýmislegt annað mátti reyna. Þeirri hugmynd skaut upp að fá lánaðan barnabílstól og ljúga síðan að tjaldvörðunum að krakkinn væri á leiðinni, hann hefði bara fengið far með ömmu og afa. Í framhaldinu kviknaði sú hugmynd hvort ef til vill væri að skapast hér markaður fyrir barnaleigu. Vanti foreldra pössun um helgina má eflaust leigja afkvæmin út til barnlausra á þrítugsaldri sem langar í útilegu. Í raun var svolítið hressandi að uppgötva að þótt þrítugsafmælið nálgist þá er enn þá eitthvað (fyrir utan það að bjóða sig fram til forseta) sem við tuttuguogeitthvað-fólkið erum of ung til að gera. Sextán ára urðum við sjálfráða, sautján ára fengum við bílprófið og tvítug máttum við kaupa bjór. Allir afmælisdagar síðan þá hafa verið hver öðrum leiðinlegri en nú getum við hlakkað til að fylla þrjá tugi og mega loksins tjalda. Það er ekki svo langt að bíða. Hins vegar er fermingarbörnunum vorkunn. Alla vega þessum sem fengu glænýtt kúlutjald í fermingargjöf og þurfa að bíða í 16 ár með að nota það. Parið unga datt að lokum niður á einfalda aðferð til að blekkja tjaldverðina. Góður púði var hafður með í för sem undirrituð ætlaði að troða inn á sig ef vígalega útkastara tjaldsvæðanna bæri að garði. Þeir fara varla að neita þungaðri konu um gistingu. Svoleiðis gerist bara í allra svæsnustu ævintýrunum.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun