Bílarisum bjargað vestanhafs 20. desember 2008 03:00 George W. Bush forseti Bandaríkjanna skömmu áður en hann tilkynnti að stjórnvöld vestra hygðust koma bílafyrirtækjunum til hjálpar. George W. Bush, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, greindi frá því í gær að stjórnvöld ætli að veita bandarísku bílaframleiðendunum General Motors og Chrysler neyðarlán sem eigi að forða þeim frá gjaldþroti. Bush sagði Bandaríkjamenn vilja koma bílaiðnaðinum til bjargar og sé aðkoma stjórnvalda eina leið þeirra nú um stundir. Hann vitnaði sömuleiðis til gagnrýnisradda bandarískra þingmanna frá í síðustu viku og lagði áherslu á að forsvarsmenn bílaframleiðendanna leggi fram drög að rekstraráætlun sem leiða fyrirtækin aftur að beinni og betri braut en þau eru nú stödd á. Forsvarsmenn Ford, sem leituðu upphaflega til stjórnvalda ásamt hinum fyrirtækjunum, sögðust geta keyrt á eigin fé enn um sinn. Lánið hljóðar upp á 17,4 milljarða Bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 2.100 milljarða íslenskra króna og verður tekið úr neyðarsjóði sem í eru 700 milljarðar dala og ætlað til bjargar fjármálafyrirtækjum í vanda. Stærstur hluti lánsins, 13,4 milljarðar, verður veittur fljótlega en fjórir milljarðar til viðbótar ef þurfa þykir í febrúar. Bandaríska dagblaðið The New York Times hefur eftir aðalhagfræðingi Comerica Bank í Bandaríkjunum að þótt neyðarlánið geti fleytt báðum fyrirtækjunum yfir erfiðasta hjallann sem fram undan er sé of snemmt að segja til um hvort það dugi til. - jab Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
George W. Bush, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, greindi frá því í gær að stjórnvöld ætli að veita bandarísku bílaframleiðendunum General Motors og Chrysler neyðarlán sem eigi að forða þeim frá gjaldþroti. Bush sagði Bandaríkjamenn vilja koma bílaiðnaðinum til bjargar og sé aðkoma stjórnvalda eina leið þeirra nú um stundir. Hann vitnaði sömuleiðis til gagnrýnisradda bandarískra þingmanna frá í síðustu viku og lagði áherslu á að forsvarsmenn bílaframleiðendanna leggi fram drög að rekstraráætlun sem leiða fyrirtækin aftur að beinni og betri braut en þau eru nú stödd á. Forsvarsmenn Ford, sem leituðu upphaflega til stjórnvalda ásamt hinum fyrirtækjunum, sögðust geta keyrt á eigin fé enn um sinn. Lánið hljóðar upp á 17,4 milljarða Bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 2.100 milljarða íslenskra króna og verður tekið úr neyðarsjóði sem í eru 700 milljarðar dala og ætlað til bjargar fjármálafyrirtækjum í vanda. Stærstur hluti lánsins, 13,4 milljarðar, verður veittur fljótlega en fjórir milljarðar til viðbótar ef þurfa þykir í febrúar. Bandaríska dagblaðið The New York Times hefur eftir aðalhagfræðingi Comerica Bank í Bandaríkjunum að þótt neyðarlánið geti fleytt báðum fyrirtækjunum yfir erfiðasta hjallann sem fram undan er sé of snemmt að segja til um hvort það dugi til. - jab
Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira