Kalmar vann í dag afar mikilvægar sigur á Djurgården, liði Sigurðs Jónssonar, í sænsku úrvalsdeildinni í dag.
Kalmar vann leikinn með einu marki gegn engu og er þar með með þriggja stiga forystu á Elfsborg sem á reyndar einn leik til góða.
Þá gerðu Helsingborg og Trelleborg 1-1 jafntefli. Ólafur Ingi Skúlason lék sem fyrr ekki með fyrrnefnda liðinu vegna meiðsla.
Helsingborg er í þriðja sæti deildarinnar með 48 stig, níu stigum á eftir Kalmar.
Djurgården er svo í níunda sæti deildarinnar með 36 stig.
Mikilvægur sigur Kalmar
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna
Enski boltinn

Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby
Íslenski boltinn



Íþróttamaður HK til liðs við ÍA
Íslenski boltinn


