Bankahólfið: Sölutrygging Skeljungs 7. maí 2008 00:01 Coca Cola, Kókdós Glitnir hefur eins og kunnugt er sölutryggt Skeljung, sem er í eigu Fons Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristjánssonar. Lítið fer þó fyrir sölunni enda áhugi fjárfesta lítill í þessu árferði. Það breytir því ekki að Pálmi getur ef hann vill gengið inn í Glitni og sagt stjórnendum bankans að greiða sér fyrirtækið. Unnið er að lausn málsins innan Glitnis, þar sem Pálmi er nú stór fjárfestir meðal annars í gegnum FL Group. Þá var drykkjarvöruverksmiðjan Vífilfell til sölu í um tvo mánuði en þegar á hólminn var komið var fyrirtækið tekið úr sölumeðferð. Umsvifin á þessum markaði hafa dregist saman eins og öðrum. Vilja út úr skemmunniÞað eru fleiri en bankarnir sem þurfa að draga saman seglin. Bílheimar, sem fjárfestingarfélagið Sund á undir merkjum Ingvars Helgasonar, ráðgerði að reisa stóra skemmu á svæði í Hafnarfirði sem kallast Íshella. Þegar er búið að greiða dágóða upphæð inn á reikning verktakafyrirtækisins en nú vilja Bílheimamenn fara sér hægar. Auðvitað eru alls konar afsakanir notaðar en menn eru samt tilbúnir að tapa tugum milljóna til að bakka út úr hundraða milljóna fjárfestingu sem erfitt er að fjármagn í. Svipaða sögu er að segja af Salt Investment, sem er að láta Ístak innrétta fyrir sig tvær hæðir í stóra turninum í Kópavogi. Það þykir ekki eins fýsilegur kostur nú á viðsjárverðum tímum.Bankamenn skiptu litumBíósalurinn nýi í höfuðstöðvum Kaupþings við Borgartún er glæsilegur til fyrirlestra, dimmur eins og lög gera ráð fyrir þegar glærum er varpað á skjá. Þar birti þó til á dögunum þegar erlendir greinendur þráspurðu Hreiðar Má Sigurðsson, forstjóra Kaupþings, hvort bankinn ætlaði ekki örugglega að draga enn frekar úr kostnaði á næstunni, meðal annars í starfsmannamálum. Hreiðar Már tók spurningunum vel og sagði markvisst unnið að hagræðingu á öllum sviðum, en betur mætti gera í þeim efnum og það yrði gert. Birti fyrir vikið yfir í salnum, þegar fjölmargir bankamenn skiptu litum, enda ljóst að niðurskurður í launum og fækkun starfsmanna getur orðið æði sársaukafullur fyrir þá sem fyrir verða. Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Glitnir hefur eins og kunnugt er sölutryggt Skeljung, sem er í eigu Fons Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristjánssonar. Lítið fer þó fyrir sölunni enda áhugi fjárfesta lítill í þessu árferði. Það breytir því ekki að Pálmi getur ef hann vill gengið inn í Glitni og sagt stjórnendum bankans að greiða sér fyrirtækið. Unnið er að lausn málsins innan Glitnis, þar sem Pálmi er nú stór fjárfestir meðal annars í gegnum FL Group. Þá var drykkjarvöruverksmiðjan Vífilfell til sölu í um tvo mánuði en þegar á hólminn var komið var fyrirtækið tekið úr sölumeðferð. Umsvifin á þessum markaði hafa dregist saman eins og öðrum. Vilja út úr skemmunniÞað eru fleiri en bankarnir sem þurfa að draga saman seglin. Bílheimar, sem fjárfestingarfélagið Sund á undir merkjum Ingvars Helgasonar, ráðgerði að reisa stóra skemmu á svæði í Hafnarfirði sem kallast Íshella. Þegar er búið að greiða dágóða upphæð inn á reikning verktakafyrirtækisins en nú vilja Bílheimamenn fara sér hægar. Auðvitað eru alls konar afsakanir notaðar en menn eru samt tilbúnir að tapa tugum milljóna til að bakka út úr hundraða milljóna fjárfestingu sem erfitt er að fjármagn í. Svipaða sögu er að segja af Salt Investment, sem er að láta Ístak innrétta fyrir sig tvær hæðir í stóra turninum í Kópavogi. Það þykir ekki eins fýsilegur kostur nú á viðsjárverðum tímum.Bankamenn skiptu litumBíósalurinn nýi í höfuðstöðvum Kaupþings við Borgartún er glæsilegur til fyrirlestra, dimmur eins og lög gera ráð fyrir þegar glærum er varpað á skjá. Þar birti þó til á dögunum þegar erlendir greinendur þráspurðu Hreiðar Má Sigurðsson, forstjóra Kaupþings, hvort bankinn ætlaði ekki örugglega að draga enn frekar úr kostnaði á næstunni, meðal annars í starfsmannamálum. Hreiðar Már tók spurningunum vel og sagði markvisst unnið að hagræðingu á öllum sviðum, en betur mætti gera í þeim efnum og það yrði gert. Birti fyrir vikið yfir í salnum, þegar fjölmargir bankamenn skiptu litum, enda ljóst að niðurskurður í launum og fækkun starfsmanna getur orðið æði sársaukafullur fyrir þá sem fyrir verða.
Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira