Stóri bróðir enn á kreiki Einar Már Jónsson skrifar 10. desember 2008 06:00 Frjálshyggjan hefur ýmsar ásjónur og sumar kannske nokkuð óvæntar. Frá ómunatíð hafa yfirvöld reynt að njósna sem vendilegast um þegna sína, sett á stofn leyniþjónustur ýmislegar og ráðið til þeirra menn með spæjarahæfileika. Hafa sumir fræðimenn fyrir satt að frá þeim sem voru kallaðir „agentes in rebus" í rómverska keisaradæminu til KGB í ríki rauðu keisaranna hafi legið beinn þráður og snurðulaus, en að sjálfsögðu teygir hann sig mun lengur. Í Frakklandi voru leynilögreglumenn löngum kenndir við „rykfrakka" og sagt að þeir þekktust á því. En nú þegar þarf að draga úr öllum ríkisafskiptum og einkavæða alla skapaða hluti, er ekki nema eðlilegt að njósnir verði líka einkavæddar og boðnar út. Þetta uppgötvuðu franskir kennarar fyrir nokkru, þegar þeir voru einu sinni sem oftar að lesa Lögbirtingarblaðið, því þeir rýna nú gjarnan í þetta tímarit til þess, eins og segir í alkunnu frönsku máltæki, „að vita í hvers konar sósu þeir verði étnir". Þar gat nefnilega að líta að nú væri verið að bjóða út tvenns konar njósnastarfsemi, annars vegar um almenna kennara en hina um háskólakennara og fræðimenn, og fylgdi útboðinu að sjálfsögðu mjög ítarleg verklýsing. Hún var reyndar hin sama fyrir hvora starfsemina fyrir sig, en verðsmatið var hins vegar mismunandi: gert var ráð fyrir hundrað þúsund evrum á ári fyrir að njósna um kennara en hundrað og tuttugu þúsund fyrir að njósna um háskóla- og fræðimenn. Sýnir þetta að háskólar eru enn í nokkrum metum í Frakklandi, hvað sem hver segir. Verklýsingin var mjög nákvæm. Starf þessara njósnara var ekki aðeins í því fólgið að fylgjast með heimasíðum stjórnmálaflokka, stéttarfélaga, samtaka af ýmsu tagi, baráttusamtaka, félaga áhugamanna um ýmis málefni og annarra, svo og „þeirra sem hafa áhrif á skoðanir", heldur áttu þeir líka að rýna í „blogg" og persónulegar síður einstaklinga, svo ekki sé minnst á alls kyns undirskriftalista og mótmælaskrár sem kynnu að vera í umferð á netinu. Það gleymdist vitanlega ekki að nefna myndefni af öllu tagi. Lögð var áhersla á nauðsyn þess að skoða grannt hvernig eitthvað gæti borist frá einni síðu eða „bloggi" til annars, tengsl myndast og þar fram eftir götunum. Þessu fylgdi svo að sjálfsögðu listi yfir allt það sem átti að grandskoða á þessum síðum, „bloggum" o.s.frv. Fyrst og fremst átti að hafa upp á hverjum þeim sem hefði áhrif á skoðanir annarra, sem sé öllum hugsanlegum „leiðtogum" og þeim sem birtu upplýsingar, og athuga hvaða tengsl kynnu að skapast milli þeirra. Jafnframt átti að finna uppruna þeirra orðræðna sem færu fram á netinu og kanna nákvæmlega hvernig þær breiddust út, og finna „þýðingarmiklar upplýsingar", einkum og sér í lagi „veik merki" (hvað sem það á að þýða). Svo var nauðsynlegt að koma tölum yfir þetta allt, telja hve margir heimsóttu „bloggsíður", hve margir bættu við hugleiðingum frá eigin brjósti o.s.frv. En markmiðið með þessu öllu var svo að tengja þessar upplýsingar saman, túlka þær, skilgreina helstu rökin sem kæmu fram á öllum þessum netsíðum, og síðast en ekki síst „meta hættuna af smiti og kreppu". Naumast þarf að taka fram að kennarar sáu rautt þegar þeir lásu þetta, og í sumum skólum a.m.k. voru þessar síður í Lögbirtingarblaðinu ljósritaðar og hengdar upp á vegg í kennarastofum. Blaðamaður við blaðið „Libération" hafði samband við talsmann fyrirtækis eins sem hafði að sögn unnið störf af slíku tagi, en hann vildi sem minnst úr þessu gera og virtist einna helst líta á þetta sem e.k. málvísindalegar rannsóknir. Kennarar voru hins vegar mjög á öðru máli, þeir litu á þetta sem upphaf á einhvers konar skoðanaofsóknum, og nefndu dæmi um að kennari hefði þegar verið tekinn á beinið fyrir eitthvað sem hann átti að hafa sagt á sinni prívatsíðu. „Libération" hafði líka sem fyrirsögn: „Big Darcos (en það er menntamálaráðherrann) is watching you". En annað gramdist kennurum líka: að það skyldi vera hægt að snara svona út, eins og ekkert væri, tvö hundruð og tuttugu þúsund evrum, þegar það eitt er nú á dagskrá að spara sem allra mest á öllum sviðum skólakerfisins. Á þessu skólaári hafa ellefu þúsund kennarastöður verið lagðar niður við franska skóla, boðað er að þrettán þúsund stöður verði lagðar niður næsta haust, og þannig áfram. Þessar tvö hundruð og tuttugu þúsund evrur hefði auðveldlega verið hægt að spara líka, sögðu kennarar, það hefði verið hægðarleikur fyrir menntamálaráðherra að komast að því hvað þeir hugsuðu og vildu, hverjar væru skoðanir þeirra, kröfur og annað, ef hann hefði þegið þau boð sem honum hafa þráfaldlega verið send - nú síðast eftir eins dags kennaraverkfall - um að koma á þeirra fund, ræða við þá og hlusta á þá. En það hefur hann aldrei viljað gera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Már Jónsson Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun
Frjálshyggjan hefur ýmsar ásjónur og sumar kannske nokkuð óvæntar. Frá ómunatíð hafa yfirvöld reynt að njósna sem vendilegast um þegna sína, sett á stofn leyniþjónustur ýmislegar og ráðið til þeirra menn með spæjarahæfileika. Hafa sumir fræðimenn fyrir satt að frá þeim sem voru kallaðir „agentes in rebus" í rómverska keisaradæminu til KGB í ríki rauðu keisaranna hafi legið beinn þráður og snurðulaus, en að sjálfsögðu teygir hann sig mun lengur. Í Frakklandi voru leynilögreglumenn löngum kenndir við „rykfrakka" og sagt að þeir þekktust á því. En nú þegar þarf að draga úr öllum ríkisafskiptum og einkavæða alla skapaða hluti, er ekki nema eðlilegt að njósnir verði líka einkavæddar og boðnar út. Þetta uppgötvuðu franskir kennarar fyrir nokkru, þegar þeir voru einu sinni sem oftar að lesa Lögbirtingarblaðið, því þeir rýna nú gjarnan í þetta tímarit til þess, eins og segir í alkunnu frönsku máltæki, „að vita í hvers konar sósu þeir verði étnir". Þar gat nefnilega að líta að nú væri verið að bjóða út tvenns konar njósnastarfsemi, annars vegar um almenna kennara en hina um háskólakennara og fræðimenn, og fylgdi útboðinu að sjálfsögðu mjög ítarleg verklýsing. Hún var reyndar hin sama fyrir hvora starfsemina fyrir sig, en verðsmatið var hins vegar mismunandi: gert var ráð fyrir hundrað þúsund evrum á ári fyrir að njósna um kennara en hundrað og tuttugu þúsund fyrir að njósna um háskóla- og fræðimenn. Sýnir þetta að háskólar eru enn í nokkrum metum í Frakklandi, hvað sem hver segir. Verklýsingin var mjög nákvæm. Starf þessara njósnara var ekki aðeins í því fólgið að fylgjast með heimasíðum stjórnmálaflokka, stéttarfélaga, samtaka af ýmsu tagi, baráttusamtaka, félaga áhugamanna um ýmis málefni og annarra, svo og „þeirra sem hafa áhrif á skoðanir", heldur áttu þeir líka að rýna í „blogg" og persónulegar síður einstaklinga, svo ekki sé minnst á alls kyns undirskriftalista og mótmælaskrár sem kynnu að vera í umferð á netinu. Það gleymdist vitanlega ekki að nefna myndefni af öllu tagi. Lögð var áhersla á nauðsyn þess að skoða grannt hvernig eitthvað gæti borist frá einni síðu eða „bloggi" til annars, tengsl myndast og þar fram eftir götunum. Þessu fylgdi svo að sjálfsögðu listi yfir allt það sem átti að grandskoða á þessum síðum, „bloggum" o.s.frv. Fyrst og fremst átti að hafa upp á hverjum þeim sem hefði áhrif á skoðanir annarra, sem sé öllum hugsanlegum „leiðtogum" og þeim sem birtu upplýsingar, og athuga hvaða tengsl kynnu að skapast milli þeirra. Jafnframt átti að finna uppruna þeirra orðræðna sem færu fram á netinu og kanna nákvæmlega hvernig þær breiddust út, og finna „þýðingarmiklar upplýsingar", einkum og sér í lagi „veik merki" (hvað sem það á að þýða). Svo var nauðsynlegt að koma tölum yfir þetta allt, telja hve margir heimsóttu „bloggsíður", hve margir bættu við hugleiðingum frá eigin brjósti o.s.frv. En markmiðið með þessu öllu var svo að tengja þessar upplýsingar saman, túlka þær, skilgreina helstu rökin sem kæmu fram á öllum þessum netsíðum, og síðast en ekki síst „meta hættuna af smiti og kreppu". Naumast þarf að taka fram að kennarar sáu rautt þegar þeir lásu þetta, og í sumum skólum a.m.k. voru þessar síður í Lögbirtingarblaðinu ljósritaðar og hengdar upp á vegg í kennarastofum. Blaðamaður við blaðið „Libération" hafði samband við talsmann fyrirtækis eins sem hafði að sögn unnið störf af slíku tagi, en hann vildi sem minnst úr þessu gera og virtist einna helst líta á þetta sem e.k. málvísindalegar rannsóknir. Kennarar voru hins vegar mjög á öðru máli, þeir litu á þetta sem upphaf á einhvers konar skoðanaofsóknum, og nefndu dæmi um að kennari hefði þegar verið tekinn á beinið fyrir eitthvað sem hann átti að hafa sagt á sinni prívatsíðu. „Libération" hafði líka sem fyrirsögn: „Big Darcos (en það er menntamálaráðherrann) is watching you". En annað gramdist kennurum líka: að það skyldi vera hægt að snara svona út, eins og ekkert væri, tvö hundruð og tuttugu þúsund evrum, þegar það eitt er nú á dagskrá að spara sem allra mest á öllum sviðum skólakerfisins. Á þessu skólaári hafa ellefu þúsund kennarastöður verið lagðar niður við franska skóla, boðað er að þrettán þúsund stöður verði lagðar niður næsta haust, og þannig áfram. Þessar tvö hundruð og tuttugu þúsund evrur hefði auðveldlega verið hægt að spara líka, sögðu kennarar, það hefði verið hægðarleikur fyrir menntamálaráðherra að komast að því hvað þeir hugsuðu og vildu, hverjar væru skoðanir þeirra, kröfur og annað, ef hann hefði þegið þau boð sem honum hafa þráfaldlega verið send - nú síðast eftir eins dags kennaraverkfall - um að koma á þeirra fund, ræða við þá og hlusta á þá. En það hefur hann aldrei viljað gera.
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun