NBA í nótt: Lakers á toppinn í Vestrinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. apríl 2008 09:20 Kobe Bryant gegn Bruce Bowen í leiknum í nótt. Nordic Photos / Getty Images LA Lakers vann sinn þriðja leik í röð í NBA-deildinni í nótt og um leið mikilvægan sigur í toppslag Vesturdeildarinnar er liðið vann San Antonio, 106-85. Með sigrinum fór Lakers á topp Vesturdeildarinnar en liðið er einnig búið að tryggja sér sigur í Kyrrahafsriðlinum. Aðeins þrír leikdagar eru eftir af deildakeppninni en spennan er gríðarleg í Vesturdeildinni þar sem sex efstu liðin berjast um heimavallarréttinn í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Þá er barátta Denver og Golden State um áttunda sætið í vestrinu í hámarki. Liðin í deildinni eiga annað hvort einn eða tvo leiki eftir en New Orleans á leik til góða á Lakers og getur með sigri komist aftur í toppsæti deildarinnar. New Orleans mætir LA Clippers í nótt. San Antonio er í þriðja sæti Vesturdeildarinnar þrátt fyrir að liðið tapaði fyrir Lakers í nótt. Kobe Bryant skoraði 20 stig fyrir Lakers þó svo að hann hafi hvílt í fjórða leikhluta en sigur Lakers var nokkuð öruggur. Þetta er í fyrsta sinn í fjögur ár sem Lakers vinnur Kyrrahafsriðilinn en liðið mætir Sacramento í síðasta leik sínum fyrir úrslitakeppnina í nótt. Lamar Odom skoraði sautján stig og tók fjórtán fráköst í leiknum en alls tók Lakers 25 fleiri fráköst í leiknum en San Antonio. Tony Parker var með 20 stig fyrir San Antonio en Tim Duncan var með sextán stig og tólf fráköst. Denver vann Houston, 111-94, og gerði þar með nánast út um vonir Houston að ná toppsætinu í Vesturdeildinni. En um leið hélt Denver pressu á Golden State í baráttu liðanna um áttunda sæti deildarinnar en síðarnefnda liðið lék ekki í nótt. Allen Iverson skoraði 33 stig í leiknum en varamaðurinn JR Smith átti stjörnuleik í nótt og skoraði 23 stig. Hjá Houston var Luther Head stigahæstur með nítján stig en Tracy McGrady kom næstur með sextán stig. Denver mætir Memphis í lokaleik sínum á miðvikudagskvöldið en Golden State á leik gegn Phoenix í kvöld og svo Seattle á miðvikudagskvöldið. Denver er hins vegar með betri árangur í innbyrðisviðureignum gegn Golden State sem þýðir að ef liðið vinnur Memphis skiptir ekki máli þótt Golden State vinni báða sína leiki. Denver gæti meira að segja náð sjöunda sætinu af Dallas ef liðið tapar fyrir New Orleans á miðvikudagskvöldið. Ef Golden State vinnur báða sína leiki sem liðið á eftir og kemst samt ekki í úrslitakeppnina verður það fyrsta liðið í sögu NBA-deildarinnar sem vinnur 50 leiki á tímabilinu en kemst ekki í úrslitakeppnina. Seattle vann Dallas, 99-95, í lokaleik sínum á heimavelli í vetur. Reyndar er óvíst um framtíð liðsins í Seattle þar sem liðið gæti hugsanlega flutt til Oklahoma. Verði það raunin var þetta síðasti heimaleikur Supersonics í Seattle í langan tíma. Það var því við hæfi að liðið ynni annars sjaldgæfan sigur þar sem liðið er með næstversta árangurinn í NBA-deildinni með aðeins nítján sigra. Nýliðinn Kevin Durant hefur verið skærasta stjarna Seattle í vetur og hann skoraði tvívegis á síðustu 45 sekúndum leiksins en Seattle var sex stigum undir þegar þrjár mínútur voru til leiksloka. Hann skoraði nítján stig í leiknum en stigahæstur var Earl Watson með 21 stig. Dirk Nowitzky skroaði 32 stig fyrir Dallas og Jason Terry 25. Í Austurdeildinni fóru einnig fram þrír leikir og voru úrslitin öll eftir bókinni. Orlando vann sinn 50. leik á tímabilinu er liðið vann Chicago, 104-84. Detroit vann Toronto, 91-84, og Cleveland vann Miami, 84-76. Staðan í deildinni Úrslitakeppnin eins og hún lítur út í dag NBA-bloggið á Vísi NBA Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Sjá meira
LA Lakers vann sinn þriðja leik í röð í NBA-deildinni í nótt og um leið mikilvægan sigur í toppslag Vesturdeildarinnar er liðið vann San Antonio, 106-85. Með sigrinum fór Lakers á topp Vesturdeildarinnar en liðið er einnig búið að tryggja sér sigur í Kyrrahafsriðlinum. Aðeins þrír leikdagar eru eftir af deildakeppninni en spennan er gríðarleg í Vesturdeildinni þar sem sex efstu liðin berjast um heimavallarréttinn í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Þá er barátta Denver og Golden State um áttunda sætið í vestrinu í hámarki. Liðin í deildinni eiga annað hvort einn eða tvo leiki eftir en New Orleans á leik til góða á Lakers og getur með sigri komist aftur í toppsæti deildarinnar. New Orleans mætir LA Clippers í nótt. San Antonio er í þriðja sæti Vesturdeildarinnar þrátt fyrir að liðið tapaði fyrir Lakers í nótt. Kobe Bryant skoraði 20 stig fyrir Lakers þó svo að hann hafi hvílt í fjórða leikhluta en sigur Lakers var nokkuð öruggur. Þetta er í fyrsta sinn í fjögur ár sem Lakers vinnur Kyrrahafsriðilinn en liðið mætir Sacramento í síðasta leik sínum fyrir úrslitakeppnina í nótt. Lamar Odom skoraði sautján stig og tók fjórtán fráköst í leiknum en alls tók Lakers 25 fleiri fráköst í leiknum en San Antonio. Tony Parker var með 20 stig fyrir San Antonio en Tim Duncan var með sextán stig og tólf fráköst. Denver vann Houston, 111-94, og gerði þar með nánast út um vonir Houston að ná toppsætinu í Vesturdeildinni. En um leið hélt Denver pressu á Golden State í baráttu liðanna um áttunda sæti deildarinnar en síðarnefnda liðið lék ekki í nótt. Allen Iverson skoraði 33 stig í leiknum en varamaðurinn JR Smith átti stjörnuleik í nótt og skoraði 23 stig. Hjá Houston var Luther Head stigahæstur með nítján stig en Tracy McGrady kom næstur með sextán stig. Denver mætir Memphis í lokaleik sínum á miðvikudagskvöldið en Golden State á leik gegn Phoenix í kvöld og svo Seattle á miðvikudagskvöldið. Denver er hins vegar með betri árangur í innbyrðisviðureignum gegn Golden State sem þýðir að ef liðið vinnur Memphis skiptir ekki máli þótt Golden State vinni báða sína leiki. Denver gæti meira að segja náð sjöunda sætinu af Dallas ef liðið tapar fyrir New Orleans á miðvikudagskvöldið. Ef Golden State vinnur báða sína leiki sem liðið á eftir og kemst samt ekki í úrslitakeppnina verður það fyrsta liðið í sögu NBA-deildarinnar sem vinnur 50 leiki á tímabilinu en kemst ekki í úrslitakeppnina. Seattle vann Dallas, 99-95, í lokaleik sínum á heimavelli í vetur. Reyndar er óvíst um framtíð liðsins í Seattle þar sem liðið gæti hugsanlega flutt til Oklahoma. Verði það raunin var þetta síðasti heimaleikur Supersonics í Seattle í langan tíma. Það var því við hæfi að liðið ynni annars sjaldgæfan sigur þar sem liðið er með næstversta árangurinn í NBA-deildinni með aðeins nítján sigra. Nýliðinn Kevin Durant hefur verið skærasta stjarna Seattle í vetur og hann skoraði tvívegis á síðustu 45 sekúndum leiksins en Seattle var sex stigum undir þegar þrjár mínútur voru til leiksloka. Hann skoraði nítján stig í leiknum en stigahæstur var Earl Watson með 21 stig. Dirk Nowitzky skroaði 32 stig fyrir Dallas og Jason Terry 25. Í Austurdeildinni fóru einnig fram þrír leikir og voru úrslitin öll eftir bókinni. Orlando vann sinn 50. leik á tímabilinu er liðið vann Chicago, 104-84. Detroit vann Toronto, 91-84, og Cleveland vann Miami, 84-76. Staðan í deildinni Úrslitakeppnin eins og hún lítur út í dag NBA-bloggið á Vísi
NBA Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Sjá meira