Matur og Fjör á Primo um helgina 22. febrúar 2008 16:16 Mikið er um að vera á veitingastaðnum Primo í Reykjanesbæ um helgina, en þar verður meistarakokkurinn Rúnar Marvinsson gestakokkur á föstudag og laugardag. Þessi uppákoma er undir yfirskriftinni "Matur og Fjör" og er í tengslum við Food and Fun hátíðina sem er á Höfuðborgarsvæðinu um helgina.Rúnari til aðstoðar er Bjartmar Guðmundsson og vera þeir með kræsilegan þriggja rétta matseðil. Hann samanstendur af koníaksbættu humarseyði, innbakaðri saltfiskmús með humarhala og loks franskri andarbringu í appelsínusósu. Þá má ekki gleyma óvæntum eftirrétti að hætti kokkanna.Þess má einnig geta að þeir verða líka með kjötveislu matseðil í boði.Á laugardagskvöld verður svo sérstakt Primo-partý í boði Viking Lite þar sem haldið verður upp á nýjan opnunartíma um helgar, en héðan í frá verður leyft að hafa opið til kl. 4.30 eins og aðrir staðir í bænum. Food and Fun Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent
Food and Fun Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent