Spákaupmaðurinn: Greidd skuld er glatað fé 30. apríl 2008 00:01 Loksins, loksins, eftir mikla og margra ára baráttu og barning við lánastofnanir, innheimtumenn og lögfræðinga er hann loksins frjáls. Spákaupmaðurinn er nefnilega nýlega orðinn skuldlaus og vill syngjandi kátur byrja að spara En samt barmar hann sér. Hann á svo bágt. Hvað veldur? O, jújú. Hann er frjáls af fúlum skuldum og vill núna leggja til hliðar fyrir mögru árin ... eða mögru mánuðina vonandi ... sem eru fram undan. En hvað er þá til ráða? Það má leggja peningana inn á bankabók. Þá má fá vexti. Græða svolítið á þeim sem hafa grætt á spákaupmanninum öll þessi ár. Spákaupmaðurinn skautar yfir heimasíður bankanna. „Þetta er barasta voða fínt allt saman," hugsar hann, það má fá yfir ellefu prósenta vexti á sparnaðinn. Spákaupmaðurinn kýlir á'ða. Vekjaraklukkan hringir. Spákaupmaðurinn sprettur á fætur og kíkir í heimabankann. „&%$# ógn og skelfing," grenjar spákaupmaður. „Það er minna á reikningnum en í gær!" Það er víst komin verðbólga, verðbólga eins og sú sem skattmann forseti og fleiri losuðu okkur við áður en DOJBHHÁ-fóru á flot til Viðeyjar og víðar. Nú borgar sig ekki að spara. Núna segja menn að besta fjárfestingin sé að greiða niður skuldir. En hvað gerir þá skuldlausi spákaupmaðurinn?? Er ekki einu sinni með gott gengislán á bílnum, sem hann gæti fjárfest í með því að greiða niður. Ekki einu sinni raðgreiðslur! Ekki þýðir heldur að kaupa gjaldeyri eða gull fyrir peninginn, heldur ekki grjón. Þetta er allt í toppi. Spákaupmaður gnístir tönnum yfir þegar greiddum skuldum og finnur síminnkandi krónur seytla niður milli fingra og gufa út í loftið. Honum verður hugsað til ljóma bernskunnar þar sem ekki bara bankainnistæðan heldur líka skuldirnar lutu í gras í verðbólgu. Löngum stundum var setið við Íslenska efnahagsspilið og helgið ... og grátið. „Greidd skuld er glatað fé," hnussar í spákaupmanni, sem fer aftur upp í rúm og dregur sængina upp fyrir haus. Spákaupmaðurinn á horninu Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sjá meira
Loksins, loksins, eftir mikla og margra ára baráttu og barning við lánastofnanir, innheimtumenn og lögfræðinga er hann loksins frjáls. Spákaupmaðurinn er nefnilega nýlega orðinn skuldlaus og vill syngjandi kátur byrja að spara En samt barmar hann sér. Hann á svo bágt. Hvað veldur? O, jújú. Hann er frjáls af fúlum skuldum og vill núna leggja til hliðar fyrir mögru árin ... eða mögru mánuðina vonandi ... sem eru fram undan. En hvað er þá til ráða? Það má leggja peningana inn á bankabók. Þá má fá vexti. Græða svolítið á þeim sem hafa grætt á spákaupmanninum öll þessi ár. Spákaupmaðurinn skautar yfir heimasíður bankanna. „Þetta er barasta voða fínt allt saman," hugsar hann, það má fá yfir ellefu prósenta vexti á sparnaðinn. Spákaupmaðurinn kýlir á'ða. Vekjaraklukkan hringir. Spákaupmaðurinn sprettur á fætur og kíkir í heimabankann. „&%$# ógn og skelfing," grenjar spákaupmaður. „Það er minna á reikningnum en í gær!" Það er víst komin verðbólga, verðbólga eins og sú sem skattmann forseti og fleiri losuðu okkur við áður en DOJBHHÁ-fóru á flot til Viðeyjar og víðar. Nú borgar sig ekki að spara. Núna segja menn að besta fjárfestingin sé að greiða niður skuldir. En hvað gerir þá skuldlausi spákaupmaðurinn?? Er ekki einu sinni með gott gengislán á bílnum, sem hann gæti fjárfest í með því að greiða niður. Ekki einu sinni raðgreiðslur! Ekki þýðir heldur að kaupa gjaldeyri eða gull fyrir peninginn, heldur ekki grjón. Þetta er allt í toppi. Spákaupmaður gnístir tönnum yfir þegar greiddum skuldum og finnur síminnkandi krónur seytla niður milli fingra og gufa út í loftið. Honum verður hugsað til ljóma bernskunnar þar sem ekki bara bankainnistæðan heldur líka skuldirnar lutu í gras í verðbólgu. Löngum stundum var setið við Íslenska efnahagsspilið og helgið ... og grátið. „Greidd skuld er glatað fé," hnussar í spákaupmanni, sem fer aftur upp í rúm og dregur sængina upp fyrir haus. Spákaupmaðurinn á horninu
Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sjá meira