Kalli verði svarað Steinunn Stefánsdóttir skrifar 14. desember 2008 06:00 Smám saman eru afleiðingar bankahruns og fjármálakreppu á kjör almennings að verða ljósari. Atvinnuleysið eykst dag frá degi og ljóst er að atvinnulausum mun áfram fjölga verulega. Almenningur stendur frammi fyrir skattahækkunum þar sem þeir sem hæstar tekjur hafa munu ekki taka meira á sig en sem hlutfalli af tekjum nemur, útsvar hækkar, bensíngjöld og áfengi einnig, svo og allar innfluttar vörur vegna lágs gengis krónunnar og hefur þá fátt eitt verið nefnt. Fyrir liggur einnig að þetta mun leiða til verðbólgu sem skilar sér í hærri afborgunum af vísitölutryggðum lánum á sama tíma og launahækkanir verða í algeru lágmarki. Þannig er mynd almennings af því á hvern hátt hann mun axla afleiðingar bankahrunsins í eigin heimilisrekstri smám saman að skýrast. Á sama tíma stendur yfir umræðan um framtíðina eða það sem kallað hefur verið hið nýja Ísland. Gildi sem hafa verið ráðandi síðustu misseri eru til endurskoðunar og margir eru á því að nú skuli hin gömlu og góðu gildi endurreist. Eðlilegt er að fólk velti því fyrir sér hverjir eigi að halda um stjórnartauma í uppbyggingarstarfinu. Strax í kjölfar bankahrunsins varð sterk krafan um að þeir sem augljóslega hefðu brugðist skyldum sínum myndu víkja; stjórn Seðlabanka og Fjármálaeftirlits og ráðherrar fjármála og bankamála. Seinna tók við enn háværari krafa um að efnt yrði til kosninga fljótt og í síðasta lagi í vor. Ljóst er að innan ríkisstjórnarinnar ríkir ágreiningur um það hvort einstaklingar eigi að axla ábyrgð á bankahruninu. Sjálfstæðismenn eru ekki þeirrar skoðunar en í Samfylkingunni er það sjónarmið ríkjandi. Nú um helgina hafa mismunandi sjónarmið stjórnarflokkanna komið fram hjá formönnum þeirra. „Það má eflaust finna dæmi um einhver mistök," segir Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, í viðtali við Fréttablaðið í dag. „Ég held samt að stjórnvöldum verði ekki kennt um það hvernig fór." Geir útilokar þó ekki mannabreytingar í ríkisstjórn. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, kvað skýrar að orði í Vikulokunum á Rás 1 í gær og sagði að ríkisstjórnin yrði að svara kalli almennings um mannabreytingar í ríkisstjórn, Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu. Nú þegar almenningi er að verða ljóst á hvern hátt hann mun færa fórnir með lakari lífskjörum til þess að byggja upp nýtt Ísland þá á hann heimtingu á að stjórnvöld í landinu sýni honum þann sóma að einstaklingar sem ábyrgir eru á sviðum sem greinilega brugðust í aðdraganda bankahrunsins axli einnig ábyrgð. Hér á landi er ekki hefð fyrir því að stjórnmálamenn taki ábyrgð á því sem misferst með afsögn. Ef traust á að ríkja milli almennings og stjórnvalda verður hins vegar að koma til þess. Það traust skiptir sköpum þegar byggja á upp nýtt Ísland. Hér skiptir hver dagur máli þannig að krafan um afsagnir er jafn sterk hvort sem efnt verður til kosninga á fyrri hluta næsta árs eða ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Smám saman eru afleiðingar bankahruns og fjármálakreppu á kjör almennings að verða ljósari. Atvinnuleysið eykst dag frá degi og ljóst er að atvinnulausum mun áfram fjölga verulega. Almenningur stendur frammi fyrir skattahækkunum þar sem þeir sem hæstar tekjur hafa munu ekki taka meira á sig en sem hlutfalli af tekjum nemur, útsvar hækkar, bensíngjöld og áfengi einnig, svo og allar innfluttar vörur vegna lágs gengis krónunnar og hefur þá fátt eitt verið nefnt. Fyrir liggur einnig að þetta mun leiða til verðbólgu sem skilar sér í hærri afborgunum af vísitölutryggðum lánum á sama tíma og launahækkanir verða í algeru lágmarki. Þannig er mynd almennings af því á hvern hátt hann mun axla afleiðingar bankahrunsins í eigin heimilisrekstri smám saman að skýrast. Á sama tíma stendur yfir umræðan um framtíðina eða það sem kallað hefur verið hið nýja Ísland. Gildi sem hafa verið ráðandi síðustu misseri eru til endurskoðunar og margir eru á því að nú skuli hin gömlu og góðu gildi endurreist. Eðlilegt er að fólk velti því fyrir sér hverjir eigi að halda um stjórnartauma í uppbyggingarstarfinu. Strax í kjölfar bankahrunsins varð sterk krafan um að þeir sem augljóslega hefðu brugðist skyldum sínum myndu víkja; stjórn Seðlabanka og Fjármálaeftirlits og ráðherrar fjármála og bankamála. Seinna tók við enn háværari krafa um að efnt yrði til kosninga fljótt og í síðasta lagi í vor. Ljóst er að innan ríkisstjórnarinnar ríkir ágreiningur um það hvort einstaklingar eigi að axla ábyrgð á bankahruninu. Sjálfstæðismenn eru ekki þeirrar skoðunar en í Samfylkingunni er það sjónarmið ríkjandi. Nú um helgina hafa mismunandi sjónarmið stjórnarflokkanna komið fram hjá formönnum þeirra. „Það má eflaust finna dæmi um einhver mistök," segir Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, í viðtali við Fréttablaðið í dag. „Ég held samt að stjórnvöldum verði ekki kennt um það hvernig fór." Geir útilokar þó ekki mannabreytingar í ríkisstjórn. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, kvað skýrar að orði í Vikulokunum á Rás 1 í gær og sagði að ríkisstjórnin yrði að svara kalli almennings um mannabreytingar í ríkisstjórn, Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu. Nú þegar almenningi er að verða ljóst á hvern hátt hann mun færa fórnir með lakari lífskjörum til þess að byggja upp nýtt Ísland þá á hann heimtingu á að stjórnvöld í landinu sýni honum þann sóma að einstaklingar sem ábyrgir eru á sviðum sem greinilega brugðust í aðdraganda bankahrunsins axli einnig ábyrgð. Hér á landi er ekki hefð fyrir því að stjórnmálamenn taki ábyrgð á því sem misferst með afsögn. Ef traust á að ríkja milli almennings og stjórnvalda verður hins vegar að koma til þess. Það traust skiptir sköpum þegar byggja á upp nýtt Ísland. Hér skiptir hver dagur máli þannig að krafan um afsagnir er jafn sterk hvort sem efnt verður til kosninga á fyrri hluta næsta árs eða ekki.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun