Ruud van Nistelrooy segir að Cristiano Ronaldo muni ganga til liðs við Real Madrid, annað hvort í sumar eða næsta sumar.
Ronaldo hefur lengi verið orðaður við Real og sagðist hann í sumar sjálfur vilja ganga til liðs við Real.
„Einn daginn mun Ronaldo koma til félagsins. Kannski í sumar eða þá næsta sumar," sagði Nistelrooy í samtali við spænska blaðið Marca en hann lék áður fyrr með Manchester United.