Velja verstu leiksýningu ársins 12. júní 2008 00:01 Veðjað á verðlaunahafa Leiklistarnemar spá í grímuna. Fréttablaðið/Páll Leiklistarnemendur og aðrir áhugamenn um leiklist vinna að því að halda Grímuverðlaunapartý þar sem veðjað er á verðlaunahafa. „Í fyrra vorum við með kosningalista þar sem fólk merkti við fyrirfram. Svo horfðum við á afhendinguna í sjónvarpinu. Loks vinnur sá sem er næst því að hafa allt rétt. Þetta gerir afhendinguna mjög spennandi.“ sagði Hannes Óli Ágústson, leiklistarnemi við Listaháskólann. Til nýbreytni er fyrirhugað að gestir velji einnig verstu leikhúsupplifun seinasta leikárs, Grybbuna svokölluðu. Hugmyndina, segir Hannes, vera sprottna út frá bandarísku Razzie verðlaununum eða The Golden Rasperry. Þau eru veitt í kringum Óskarsverðlaunaathöfnina. Veitt er fyrir verstu mynd ársins, versta leik og fleira í anda Óskarsverðlaunanna. Grybban er með talsvert óformlegra sniði. Enginn gripur er til afhendingar, enda ekki fyrirhugað að veita verðlaunin, heldur eru þau meira til gamans. Hvernig Grybban er útnefnd er svo enn í mótun hjá leiklistarnemunum, en líklega vinnur sú sýning Grybbuna sem hlýtur flestar tilnefningar gesta. „Ætli hver og einn tilnefni ekki tvær,“ sagði Hannes. Vinningshafi veðmálsins seinasta ár var Ásgerður Guðrún Gunnarsdóttir: „Ég bara fór eftir tilfinningu og var heppin,“ segir hún. Grímuverðlaunin verða afhent á föstudagskvöld og er sjónvarpað frá Þjóðleikhúsinu kl. 20.55. Razzie Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Leiklistarnemendur og aðrir áhugamenn um leiklist vinna að því að halda Grímuverðlaunapartý þar sem veðjað er á verðlaunahafa. „Í fyrra vorum við með kosningalista þar sem fólk merkti við fyrirfram. Svo horfðum við á afhendinguna í sjónvarpinu. Loks vinnur sá sem er næst því að hafa allt rétt. Þetta gerir afhendinguna mjög spennandi.“ sagði Hannes Óli Ágústson, leiklistarnemi við Listaháskólann. Til nýbreytni er fyrirhugað að gestir velji einnig verstu leikhúsupplifun seinasta leikárs, Grybbuna svokölluðu. Hugmyndina, segir Hannes, vera sprottna út frá bandarísku Razzie verðlaununum eða The Golden Rasperry. Þau eru veitt í kringum Óskarsverðlaunaathöfnina. Veitt er fyrir verstu mynd ársins, versta leik og fleira í anda Óskarsverðlaunanna. Grybban er með talsvert óformlegra sniði. Enginn gripur er til afhendingar, enda ekki fyrirhugað að veita verðlaunin, heldur eru þau meira til gamans. Hvernig Grybban er útnefnd er svo enn í mótun hjá leiklistarnemunum, en líklega vinnur sú sýning Grybbuna sem hlýtur flestar tilnefningar gesta. „Ætli hver og einn tilnefni ekki tvær,“ sagði Hannes. Vinningshafi veðmálsins seinasta ár var Ásgerður Guðrún Gunnarsdóttir: „Ég bara fór eftir tilfinningu og var heppin,“ segir hún. Grímuverðlaunin verða afhent á föstudagskvöld og er sjónvarpað frá Þjóðleikhúsinu kl. 20.55.
Razzie Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira