Velja verstu leiksýningu ársins 12. júní 2008 00:01 Veðjað á verðlaunahafa Leiklistarnemar spá í grímuna. Fréttablaðið/Páll Leiklistarnemendur og aðrir áhugamenn um leiklist vinna að því að halda Grímuverðlaunapartý þar sem veðjað er á verðlaunahafa. „Í fyrra vorum við með kosningalista þar sem fólk merkti við fyrirfram. Svo horfðum við á afhendinguna í sjónvarpinu. Loks vinnur sá sem er næst því að hafa allt rétt. Þetta gerir afhendinguna mjög spennandi.“ sagði Hannes Óli Ágústson, leiklistarnemi við Listaháskólann. Til nýbreytni er fyrirhugað að gestir velji einnig verstu leikhúsupplifun seinasta leikárs, Grybbuna svokölluðu. Hugmyndina, segir Hannes, vera sprottna út frá bandarísku Razzie verðlaununum eða The Golden Rasperry. Þau eru veitt í kringum Óskarsverðlaunaathöfnina. Veitt er fyrir verstu mynd ársins, versta leik og fleira í anda Óskarsverðlaunanna. Grybban er með talsvert óformlegra sniði. Enginn gripur er til afhendingar, enda ekki fyrirhugað að veita verðlaunin, heldur eru þau meira til gamans. Hvernig Grybban er útnefnd er svo enn í mótun hjá leiklistarnemunum, en líklega vinnur sú sýning Grybbuna sem hlýtur flestar tilnefningar gesta. „Ætli hver og einn tilnefni ekki tvær,“ sagði Hannes. Vinningshafi veðmálsins seinasta ár var Ásgerður Guðrún Gunnarsdóttir: „Ég bara fór eftir tilfinningu og var heppin,“ segir hún. Grímuverðlaunin verða afhent á föstudagskvöld og er sjónvarpað frá Þjóðleikhúsinu kl. 20.55. Razzie Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Leiklistarnemendur og aðrir áhugamenn um leiklist vinna að því að halda Grímuverðlaunapartý þar sem veðjað er á verðlaunahafa. „Í fyrra vorum við með kosningalista þar sem fólk merkti við fyrirfram. Svo horfðum við á afhendinguna í sjónvarpinu. Loks vinnur sá sem er næst því að hafa allt rétt. Þetta gerir afhendinguna mjög spennandi.“ sagði Hannes Óli Ágústson, leiklistarnemi við Listaháskólann. Til nýbreytni er fyrirhugað að gestir velji einnig verstu leikhúsupplifun seinasta leikárs, Grybbuna svokölluðu. Hugmyndina, segir Hannes, vera sprottna út frá bandarísku Razzie verðlaununum eða The Golden Rasperry. Þau eru veitt í kringum Óskarsverðlaunaathöfnina. Veitt er fyrir verstu mynd ársins, versta leik og fleira í anda Óskarsverðlaunanna. Grybban er með talsvert óformlegra sniði. Enginn gripur er til afhendingar, enda ekki fyrirhugað að veita verðlaunin, heldur eru þau meira til gamans. Hvernig Grybban er útnefnd er svo enn í mótun hjá leiklistarnemunum, en líklega vinnur sú sýning Grybbuna sem hlýtur flestar tilnefningar gesta. „Ætli hver og einn tilnefni ekki tvær,“ sagði Hannes. Vinningshafi veðmálsins seinasta ár var Ásgerður Guðrún Gunnarsdóttir: „Ég bara fór eftir tilfinningu og var heppin,“ segir hún. Grímuverðlaunin verða afhent á föstudagskvöld og er sjónvarpað frá Þjóðleikhúsinu kl. 20.55.
Razzie Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira