Vertíðin hefst ekki vel hjá Pep Guardiola, knattspyrnustjóra Barcelona. Hans menn töpuðu sínum fyrsta leik á tímabilinu fyrir Numancia á útivelli, 1-0.
Eiður Smári Guðjohnsen var á varamannabekk Barcelona en kom ekkert við sögu. Eina mark leiksins skoraði Mario á þrettándu mínútu.
Stærsti sigur dagsins var 4-0 sigur Atletico Madrid á Malaga en síðar í dag mætir Real Madrid liði Deportivo á útivelli.
Úrslit dagsins:
Athletic Bilbao - Almeria 1-3
Atletico Madrid - Malaga 4-0
Real Betis - Recreativo 0-1
Racing Santander - Sevilla 1-1
Sporting Gijon - Getafe 1-2
Osasuna - Villarreal 1-1
Numancia - Barcelona 1-0
Barcelona tapaði fyrsta leiknum
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“
Íslenski boltinn






Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp
Fótbolti
