Samkvæmt útgönguspám á Ítalíu virðist Silvio Berlusconi hafa unnið meirihluta í báðum deildum þingsins. Samkvæmt spám fær hann 42,5 prósent í efri deild á móti 39,5 prósentum Walters Veltronis. Í neðri deild er Berlusconi með 42 prósent en Veltroni 40 prósent.

