Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði í hádeginu fyrir Spánverjum í annað sinn á tveimur dögum 37-35 í síðari æfingaleik þjóðanna í Madríd.
Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur í íslenska liðinu með 9 mörk Snorri Steinn Guðjónsson skoraði 7 og Ólafur Stefánsson 6.
Íslenska liðið fer til Þýskalands í dag þar sem það verður í æfingabúðum næstu daga, en um næstu helgi fer það til Póllands og spilar við Argentínumenn, Svía og heimamenn um laust sæti á Ólympíuleikunum í sumar.