Gamlir símastaurar syngja Gerður Kristný skrifar 27. september 2008 05:00 Sjálfstæðismenn eru ákveðnir sem aldrei fyrr að reisa skáldinu Tómasi Guðmundssyni aðra styttu til viðbótar þeirri sem er í Borgarbókasafninu við Tryggvagötu. Það er náttúrlega gleðiefni að til séu peningar fyrir henni nú á krepputímum og gaman að íslenskur listamaður eigi von á jafnarðbæru verkefni. Maður hefði reyndar haldið að myndhöggvarar hefðu nóg að gera við að móta alla borgarstjórana sem fengið hafa að spreyta sig í Reykjavík að undanförnu en kannski einhver þeirra getið litið upp úr því föndri og búið til einn Tómas. Styttan var rædd í Kiljunni á miðvikudaginn. Ég skildi ekki betur en að þar væri sagt að þeir sem ekki væru fylgjendur styttna af mikilmennum væru eins og rauðu khmerarnir sem vildu strika yfir fortíðina og ákváðu því að hefja árið 0. Þetta er svo sem ágæt samlíking. Ein að pyntingaraðferðunum sem rauðu khmerarnir beittu var sú að láta bráðið blý leka inn í eyrnagöng fórnarlamba sinna. Þegar blýið harðnaði mátti fólk lifa við það að hafa málm innan í hausnum á sér, einmitt eins og sumar styttur. Ég vona að ekki verði reist hefðbundin stytta af skáldinu Tómasi, heldur frekar eitthvað í ætt við verk Finnu Birnu Steinsson sem stóð um tíma við göngustíginn í Skerjafirðinum. Það lýsti sér í eilitlum palli með grindverki sem á var bæði hnappur og hátalari. Þegar stutt var á hnappinn bárust skemmtileg sjómannalög úr hátalaranum eins og Sjipp og hoj. Þarna fékk maður sér snúning á fögrum sumarkvöldum, man ég, alveg þangað til apparatið bilaði en þá hallaði maður sér bara fram á grindverkið, horfði út á haf og þóttist vera í siglingu á fínu skemmtiferðaskipi. Gott listaverk eykur ímyndunaraflið. Hugsa mætti sér eitthvað svipað með honum Tómasi. Listamaður yrði fenginn til að móta símastaur og þegar stutt væri á takka færðist grænn blær yfir staurinn, hann hæfi upp raust sína og kyrjaði ljóð Tómasar. Hefðbundin stytta af manni úr grjóti eða steyptum í járn vekti nefnilega bara upp ótta hjá fólki um að svona geti líka farið fyrir því sjálfu verði því það á að skara fram úr. Steinrenningin varð endalok tröllanna í þjóðsögunum, jafnvel þótt þau fyndu fyrir geislum sólarinnar rétt á meðan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gerður Kristný Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun
Sjálfstæðismenn eru ákveðnir sem aldrei fyrr að reisa skáldinu Tómasi Guðmundssyni aðra styttu til viðbótar þeirri sem er í Borgarbókasafninu við Tryggvagötu. Það er náttúrlega gleðiefni að til séu peningar fyrir henni nú á krepputímum og gaman að íslenskur listamaður eigi von á jafnarðbæru verkefni. Maður hefði reyndar haldið að myndhöggvarar hefðu nóg að gera við að móta alla borgarstjórana sem fengið hafa að spreyta sig í Reykjavík að undanförnu en kannski einhver þeirra getið litið upp úr því föndri og búið til einn Tómas. Styttan var rædd í Kiljunni á miðvikudaginn. Ég skildi ekki betur en að þar væri sagt að þeir sem ekki væru fylgjendur styttna af mikilmennum væru eins og rauðu khmerarnir sem vildu strika yfir fortíðina og ákváðu því að hefja árið 0. Þetta er svo sem ágæt samlíking. Ein að pyntingaraðferðunum sem rauðu khmerarnir beittu var sú að láta bráðið blý leka inn í eyrnagöng fórnarlamba sinna. Þegar blýið harðnaði mátti fólk lifa við það að hafa málm innan í hausnum á sér, einmitt eins og sumar styttur. Ég vona að ekki verði reist hefðbundin stytta af skáldinu Tómasi, heldur frekar eitthvað í ætt við verk Finnu Birnu Steinsson sem stóð um tíma við göngustíginn í Skerjafirðinum. Það lýsti sér í eilitlum palli með grindverki sem á var bæði hnappur og hátalari. Þegar stutt var á hnappinn bárust skemmtileg sjómannalög úr hátalaranum eins og Sjipp og hoj. Þarna fékk maður sér snúning á fögrum sumarkvöldum, man ég, alveg þangað til apparatið bilaði en þá hallaði maður sér bara fram á grindverkið, horfði út á haf og þóttist vera í siglingu á fínu skemmtiferðaskipi. Gott listaverk eykur ímyndunaraflið. Hugsa mætti sér eitthvað svipað með honum Tómasi. Listamaður yrði fenginn til að móta símastaur og þegar stutt væri á takka færðist grænn blær yfir staurinn, hann hæfi upp raust sína og kyrjaði ljóð Tómasar. Hefðbundin stytta af manni úr grjóti eða steyptum í járn vekti nefnilega bara upp ótta hjá fólki um að svona geti líka farið fyrir því sjálfu verði því það á að skara fram úr. Steinrenningin varð endalok tröllanna í þjóðsögunum, jafnvel þótt þau fyndu fyrir geislum sólarinnar rétt á meðan.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun