Tónlist

Foo Fighters besta sveitin

Rokksveitin Foo Fighters var kjörin hljómsveit ársins af rokktímaritinu Classic Rock. Fréttablaðið/stefán
Rokksveitin Foo Fighters var kjörin hljómsveit ársins af rokktímaritinu Classic Rock. Fréttablaðið/stefán

Foo Fighters var kjörin hljómsveit ársins á verðlaunahátíð tímaritsins Classic Rock sem var haldin í London. Á sama tíma fagnaði tímaritið tíu ára afmæli sínu.

Rokkararnir í Whitesnake voru verðlaunaðir fyrir bestu plötuna, Good To Be Bad, og Ozzy Osbourne fékk heiðursverðlaun sem lifandi goðsögn tímaritsins. Slash, fyrrum gítarleikari Guns "N"Roses, afhenti honum verðlaunin.

Paul Stanley, söngvari og gítarleikari Kiss, fékk verðlaun fyrir bestu frammistöðuna á tónleikum og ástralska hljómsveitin Airborne varð fyrir valinu sem besti nýliðinn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×