Flöggum Grænfánanum sem víðast Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 30. maí 2008 00:01 Snælandsskóli í Kópavogi fær afhentan Grænfánann í dag og bætist þar með í fríðan hóp skóla sem dregið hefur fánann að húni hér á landi. Grænfáninn er umhverfismerki sem nýtur virðingar víða um heim sem tákn um árangursríka fræðslu og umhverfisstefnu í skólum. Í lok liðins árs voru yfir 21.000 skólar þátttakendur í verkefninu, flestir í Evrópu. 30.000 þátttakendurLandvernd stýrir Grænfánaverkefninu hér á landi en það er styrkt af umhverfisráðuneytinu og menntamálaráðuneytinu. Það var árið 2001 sem Landvernd hóf að kynna verkefnið fyrir skólum hér á landi og vorið 2002 voru þrír fyrstu Grænfánarnir dregnir að húni hér á landi. Nú eru 117 skólar þátttakendur í verkefninu og í þeim starfa samanlagt 30.000 manns. Þátttökuskólarnir eru 66 grunnskólar, 45 leikskólar, fjórir framhaldsskólar, einn vinnuskóli og einn háskóli. Skrefin sjöTil þess að fá að flagga Grænfánanum verða skólar að stíga sjö skref. Fyrsta skrefið er að skipa umhverfisnefnd skólans sem í sitja fulltrúar nemenda, kennara og annars starfsfólks og foreldra. Næsta skref er að meta stöðu umhverfismála í skólanum. Þar er horft til fjölmargra þátta svo sem orkunotkunar, innkaupa og sorpflokkunar. Þriðja skrefið er að umhverfisnefndin setur skólanum markmið og gerir áætlun um aðgerðir til að ná settum markmiðum. Fjórða skrefið felst í að sinna eftirliti til þess að tryggja að aðgerðirnar miði að settum markmiðum. Fimmta skrefið er að nemendur fái markvissa umhverfismennt og að viðeigandi námsefni er bætt inn í skólanámskrá. Í sjötta skrefi eru skólar hvattir til að vekja áhuga annarra á umhverfismálum. Sjöunda skrefið að Grænfána er að skólinn setji sér umhverfissáttmála, móti framtíðarsýn og heildarstefnu fyrir skólann í umhverfismálum og umhverfismennt. Eflir umhverfisvitundÞað er ljóst í mínum huga að skóli sem er með virka umhverfisstefnu hefur áhrif út á við, á heimili, sveitarstjórnir, fyrirtæki og samfélagið allt. Þess vegna tel ég Grænfánaverkefnið mjög mikilvægt framlag við að efla vitund þjóðarinnar um umhverfismál. Ég óska Landvernd og nemendum og starfsfólki Snælandsskóla til hamingju með daginn og hvet um leið aðra skóla til að setja markið hátt og gerast þátttakendur í Grænfánaverkefninu. Höfundur er umhverfisráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Snælandsskóli í Kópavogi fær afhentan Grænfánann í dag og bætist þar með í fríðan hóp skóla sem dregið hefur fánann að húni hér á landi. Grænfáninn er umhverfismerki sem nýtur virðingar víða um heim sem tákn um árangursríka fræðslu og umhverfisstefnu í skólum. Í lok liðins árs voru yfir 21.000 skólar þátttakendur í verkefninu, flestir í Evrópu. 30.000 þátttakendurLandvernd stýrir Grænfánaverkefninu hér á landi en það er styrkt af umhverfisráðuneytinu og menntamálaráðuneytinu. Það var árið 2001 sem Landvernd hóf að kynna verkefnið fyrir skólum hér á landi og vorið 2002 voru þrír fyrstu Grænfánarnir dregnir að húni hér á landi. Nú eru 117 skólar þátttakendur í verkefninu og í þeim starfa samanlagt 30.000 manns. Þátttökuskólarnir eru 66 grunnskólar, 45 leikskólar, fjórir framhaldsskólar, einn vinnuskóli og einn háskóli. Skrefin sjöTil þess að fá að flagga Grænfánanum verða skólar að stíga sjö skref. Fyrsta skrefið er að skipa umhverfisnefnd skólans sem í sitja fulltrúar nemenda, kennara og annars starfsfólks og foreldra. Næsta skref er að meta stöðu umhverfismála í skólanum. Þar er horft til fjölmargra þátta svo sem orkunotkunar, innkaupa og sorpflokkunar. Þriðja skrefið er að umhverfisnefndin setur skólanum markmið og gerir áætlun um aðgerðir til að ná settum markmiðum. Fjórða skrefið felst í að sinna eftirliti til þess að tryggja að aðgerðirnar miði að settum markmiðum. Fimmta skrefið er að nemendur fái markvissa umhverfismennt og að viðeigandi námsefni er bætt inn í skólanámskrá. Í sjötta skrefi eru skólar hvattir til að vekja áhuga annarra á umhverfismálum. Sjöunda skrefið að Grænfána er að skólinn setji sér umhverfissáttmála, móti framtíðarsýn og heildarstefnu fyrir skólann í umhverfismálum og umhverfismennt. Eflir umhverfisvitundÞað er ljóst í mínum huga að skóli sem er með virka umhverfisstefnu hefur áhrif út á við, á heimili, sveitarstjórnir, fyrirtæki og samfélagið allt. Þess vegna tel ég Grænfánaverkefnið mjög mikilvægt framlag við að efla vitund þjóðarinnar um umhverfismál. Ég óska Landvernd og nemendum og starfsfólki Snælandsskóla til hamingju með daginn og hvet um leið aðra skóla til að setja markið hátt og gerast þátttakendur í Grænfánaverkefninu. Höfundur er umhverfisráðherra
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar