Kjartan Henry Finnbogason skoraði eitt marka Sandefjord í 3-0 sigri liðsins á Odd Grenland í norsku B-deildinni í gærkvöldi.
Kjartan Henry var í byrjunarliði Sandefjord og skoraði þriðja og síðasta mark leiksins á 77. mínútu. Hann var svo tekinn af velli fimm mínútum síðar.
Hann hefur verið í gríðarlega góðu formi undanfarið en þetta var hans sjötta mark í röð fyrir liðið. Hann hefur nú í skorað hverjum einasta deildarleik í réttan mánuð, síðan 27. júní er hann tryggði sínum mönnum 1-0 sigur á Bryne.
Sandefjord er einnig taplaust í þessum sex leikjum en liðið hefur unnið fimm þeirra. Liðið er nú í þriðja sæti deildarinnar en þrjú lið komast upp úr norsku B-deildinni að þessu sinni þar sem liðum í úrvalsdeildinni verður fjölgað á næsta keppnistímabili.
Sandefjord hefur sex stiga forystu á Hönefoss sem er í fjórða sæti deildarinnar.