Andspyrnuhreyfing Einar Már Jónsson skrifar 5. nóvember 2008 06:30 Skáldsagan „Prinsessan af Cleves" eftir Madame Lafayette, sem kom út 1678, er jafnan talin eitt af meistaraverkum franskra bókmennta, og auk þess brautryðjandaverk á sínu sviði; þarna kemur nefnilega fram á sjónarsviðið fyrsta „sálfræðilega skáldsagan" sem rituð var á frönsku, og vafalaust fleiri tungumálum, sem sé skáldsaga þar sem leitast er við að lýsa tilfinningum manna og kafa niður í sálarlífið. Átti þessi bókmenntagrein síðan mikla framtíð fyrir sér, eins og mönnum er kunnugt. Madame Lafayette lætur sögu sína gerast einni öld áður en hún stingur niður penna, á rétt rúmu ári frá október 1558 til nóvember 1559, inn í hana fléttast raunverulegir sögulegir atburðir sem eru til viðmiðunar í framvindu söguþráðarins en hafa einnig áhrif á það sem þar gerist, og saman er blandað raunverulegum persónum og tilbúnum. Sagan gerist við hirð Frakklandskonungs og segir frá ástum ungrar konu, Mademoiselle de Chartres. Hún giftist prinsinum af Cleves, sem er búinn flestum þeim kostum sem einn mann geta prýtt, en hún getur bara ekki elskað hann. Hins vegar verður hún ástfangin af hertoganum af Nemours, sem er einnig mannkostamaður en þó ekki meira en eiginmaðurinn, og hefur verið dálítið laus í rásinni, og við þeim tilfinningum fær hún ekkert gert. Það getur virkað fráhrindandi á nútímalesanda hve mikilli glansmynd er brugðið upp af þessu hirðfólki í byrjun, af glæsileika þess og galanteríi, en þegar sögunni vindur áfram og farið er að lýsa nánar miskunnarlausu undirferlinu þar sem saman blandast ástarbrall og valdabarátta fer lesandinn æ meir að skynja glansmyndina sem kaldhæðni. Móðir prinsessunnar af Cleves segir líka við dóttur sína: „Á þessum stað er það sem sýnist næstum aldrei sannleikurinn." Prinsessan reynir nú eftir megni að fela tilfinningar sínar og berjast gegn þeim, en með takmörkuðum árangri. Hertoginn af Nemours sem leggur ást á móti skynjar nokkurn veginn hvað er að gerast, og prinsessan segir manni sínum sannleikann, að hluta til, þótt reyndar hafi aldrei neitt gerst milli hennar og hertogans. Margt gerist og alls kyns flækjur koma upp, en að lokum deyr prinsinn af Cleves úr sjúkdómum og hugarvíli. Prinsessan af Cleves er þá frjáls að ganga að eiga hertogann, enda er ljóst að enginn maður hvorki í hirðinni né annars staðar muni hafa nokkuð við það að athuga. En þá ber svo við að hún hafnar því, hún telur að hinn látni eiginmaður hennar muni ævinlega vera á milli þeirra, og það sem verra er, hún trúir ekki lengur á ást af þessu tagi, sem hljóti alltaf að vera stormasöm, hún óttast að tíminn muni má hana burtu og hún sér fyrir kvalir afbrýðiseminnar. Hún ákveður því að fara burt og draga sig í hlé úr hirðinni. Það er til marks um vinsældir þessarar skáldsögu að hún hefur oftar en einu sinni freistað kvikmyndahöfunda. Árið 1961 var gerð eftir henni kvikmynd undir sama heiti, sem fylgdi henni nokkuð nákvæmlega og gerðist á 16. öld. Fyrir nokkrum árum tók hinn aldni portúgalski meistari Manoel da Oliveira sig til og gerði kvikmyndina „Bréfið" þar sem hann staðfærir söguþráðinn og lætur hann gerast í París nútímans. Og þessa stundina er verið að sýna í frönskum kvikmyndahúsum enn eina mynd eftir þessari skáldsögu, „Fallegu stúlkuna" („La belle personne") eftir Christophe Honoré. Þar er gengið enn lengra, ef hægt er, í að færa söguna til nútímans. Hún er þar látin gerast í menntaskóla í París, Madamoiselle de Chartres og prinsinn af Cleves, sem er „Ottó" í myndinni, eru þar nemendur, en Nemours er ungur og svarthærður ítölskukennari. Eins og ég heyrði einn áhorfandann segja: „Í staðinn fyrir að gerast við konungshirð þar sem allir njósna um alla gerist sagan í menntaskólabekk þar sem allir njósna um alla," og er skemmst að segja að staðfærslan er með ólíkindum sannfærandi, ekki er annað að sjá en söguþráðurinn, sem fylgt er nokkuð nákvæmlega nema hvað Ottó er látinn farga sér, sé frásögn úr okkar tíma. En á bak við þessa nýju frönsku kvikmynd er undarleg saga. Fyrir nokkru var skáldsaga Madame de Lafayette sett á námskrá fyrir eitthvert samkeppnispróf, eins og gerist og gengur. Hinn munnvíði Frakklandsforseti fann þá hjá sér þörf fyrir að gera athugasemd við það, og hann sagði: „Sá sem hefur sett „Prinsessuna af Cleves" á þessa námskrá er annaðhvort sadisti eða fífl." Þetta fannst sumum staðfesta verstu grunsemdirnar um menningarstig forsetans, en í viðtölum hefur kvikmyndahöfundurinn nú skýrt frá því að þessi orð hafi verið kveikjan að myndinni, hún sé nokkurs konar svar við þeim. Mér er nú sagt, að síðan þessi vísdómsorð voru mælt hafi lesendum skáldsögunnar fjölgað til muna, og er kannski að hefjast með þessu móti ný tegund af andspyrnu. En þeir sem eru jákvæðir gætu velt fyrir sér áhrifum Sarkozys á franskt menningarlíf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Már Jónsson Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun
Skáldsagan „Prinsessan af Cleves" eftir Madame Lafayette, sem kom út 1678, er jafnan talin eitt af meistaraverkum franskra bókmennta, og auk þess brautryðjandaverk á sínu sviði; þarna kemur nefnilega fram á sjónarsviðið fyrsta „sálfræðilega skáldsagan" sem rituð var á frönsku, og vafalaust fleiri tungumálum, sem sé skáldsaga þar sem leitast er við að lýsa tilfinningum manna og kafa niður í sálarlífið. Átti þessi bókmenntagrein síðan mikla framtíð fyrir sér, eins og mönnum er kunnugt. Madame Lafayette lætur sögu sína gerast einni öld áður en hún stingur niður penna, á rétt rúmu ári frá október 1558 til nóvember 1559, inn í hana fléttast raunverulegir sögulegir atburðir sem eru til viðmiðunar í framvindu söguþráðarins en hafa einnig áhrif á það sem þar gerist, og saman er blandað raunverulegum persónum og tilbúnum. Sagan gerist við hirð Frakklandskonungs og segir frá ástum ungrar konu, Mademoiselle de Chartres. Hún giftist prinsinum af Cleves, sem er búinn flestum þeim kostum sem einn mann geta prýtt, en hún getur bara ekki elskað hann. Hins vegar verður hún ástfangin af hertoganum af Nemours, sem er einnig mannkostamaður en þó ekki meira en eiginmaðurinn, og hefur verið dálítið laus í rásinni, og við þeim tilfinningum fær hún ekkert gert. Það getur virkað fráhrindandi á nútímalesanda hve mikilli glansmynd er brugðið upp af þessu hirðfólki í byrjun, af glæsileika þess og galanteríi, en þegar sögunni vindur áfram og farið er að lýsa nánar miskunnarlausu undirferlinu þar sem saman blandast ástarbrall og valdabarátta fer lesandinn æ meir að skynja glansmyndina sem kaldhæðni. Móðir prinsessunnar af Cleves segir líka við dóttur sína: „Á þessum stað er það sem sýnist næstum aldrei sannleikurinn." Prinsessan reynir nú eftir megni að fela tilfinningar sínar og berjast gegn þeim, en með takmörkuðum árangri. Hertoginn af Nemours sem leggur ást á móti skynjar nokkurn veginn hvað er að gerast, og prinsessan segir manni sínum sannleikann, að hluta til, þótt reyndar hafi aldrei neitt gerst milli hennar og hertogans. Margt gerist og alls kyns flækjur koma upp, en að lokum deyr prinsinn af Cleves úr sjúkdómum og hugarvíli. Prinsessan af Cleves er þá frjáls að ganga að eiga hertogann, enda er ljóst að enginn maður hvorki í hirðinni né annars staðar muni hafa nokkuð við það að athuga. En þá ber svo við að hún hafnar því, hún telur að hinn látni eiginmaður hennar muni ævinlega vera á milli þeirra, og það sem verra er, hún trúir ekki lengur á ást af þessu tagi, sem hljóti alltaf að vera stormasöm, hún óttast að tíminn muni má hana burtu og hún sér fyrir kvalir afbrýðiseminnar. Hún ákveður því að fara burt og draga sig í hlé úr hirðinni. Það er til marks um vinsældir þessarar skáldsögu að hún hefur oftar en einu sinni freistað kvikmyndahöfunda. Árið 1961 var gerð eftir henni kvikmynd undir sama heiti, sem fylgdi henni nokkuð nákvæmlega og gerðist á 16. öld. Fyrir nokkrum árum tók hinn aldni portúgalski meistari Manoel da Oliveira sig til og gerði kvikmyndina „Bréfið" þar sem hann staðfærir söguþráðinn og lætur hann gerast í París nútímans. Og þessa stundina er verið að sýna í frönskum kvikmyndahúsum enn eina mynd eftir þessari skáldsögu, „Fallegu stúlkuna" („La belle personne") eftir Christophe Honoré. Þar er gengið enn lengra, ef hægt er, í að færa söguna til nútímans. Hún er þar látin gerast í menntaskóla í París, Madamoiselle de Chartres og prinsinn af Cleves, sem er „Ottó" í myndinni, eru þar nemendur, en Nemours er ungur og svarthærður ítölskukennari. Eins og ég heyrði einn áhorfandann segja: „Í staðinn fyrir að gerast við konungshirð þar sem allir njósna um alla gerist sagan í menntaskólabekk þar sem allir njósna um alla," og er skemmst að segja að staðfærslan er með ólíkindum sannfærandi, ekki er annað að sjá en söguþráðurinn, sem fylgt er nokkuð nákvæmlega nema hvað Ottó er látinn farga sér, sé frásögn úr okkar tíma. En á bak við þessa nýju frönsku kvikmynd er undarleg saga. Fyrir nokkru var skáldsaga Madame de Lafayette sett á námskrá fyrir eitthvert samkeppnispróf, eins og gerist og gengur. Hinn munnvíði Frakklandsforseti fann þá hjá sér þörf fyrir að gera athugasemd við það, og hann sagði: „Sá sem hefur sett „Prinsessuna af Cleves" á þessa námskrá er annaðhvort sadisti eða fífl." Þetta fannst sumum staðfesta verstu grunsemdirnar um menningarstig forsetans, en í viðtölum hefur kvikmyndahöfundurinn nú skýrt frá því að þessi orð hafi verið kveikjan að myndinni, hún sé nokkurs konar svar við þeim. Mér er nú sagt, að síðan þessi vísdómsorð voru mælt hafi lesendum skáldsögunnar fjölgað til muna, og er kannski að hefjast með þessu móti ný tegund af andspyrnu. En þeir sem eru jákvæðir gætu velt fyrir sér áhrifum Sarkozys á franskt menningarlíf.
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun