Barcelona náði í kvöld sex stiga forystu í spænsku deildinni í knattspyrnu eftir sannfærandi 3-0 útisigur á Sevilla.
Samuel Eto´o kom Barcelona yfir í leiknum 20 mínútur og þannig var staðan í hálfleik. Það var svo snillingurinn Leo Messi sem innsiglaði sigur Barcelona með mörkum á 78. og 90. mínútu.
Eiður Smári Guðjohnsen var á varamannabekk Barcelona í kvöld og fékk að koma inn sem varamaður fyrir Xavi á 88. mínútu.
Barcelona hefur nú hlotið 32 stig og er á toppnum. Real Madrid, sem steinlá 3-1 fyrir Getafe í kvöld, er í öðru sæti með 26 stig og Villarreal hefur 25 stig í þriðja sætinu og á leik til góða.