Íslendingaliðin Gautaborg og GAIS unnu leiki sína í sænska boltanum í kvöld. Gautaborg vann Hammarby 2-0 á meðan GAIS vann 1-0 útisigur gegn Norrköping.
Ragnar Sigurðsson og Hjálmar Jónsson léku allan leikinn fyrir Gautaborg og Eyjólfur Héðinsson allan leikinn fyrir GAIS.
Gautaborg er í fjórða sæti deildarinnar að loknum 25 umferðum, tíu stigum á eftir toppliði Kalmar. GAIS er í níunda sætinu.
Þá vann Malmö 3-1 sigur á Örebro í kvöld.