Spænski landsliðsmaðurinn Xavi segir það að hann muni líklega skrifa undir nýjan samning við Barcelona á næstunni. Mikil óvissa hefur verið um framtíð hans hjá félaginu en núverandi samningur hans rennur út árið 2010.
„Viðræður hafa gengið vel og innan skamms mun ég geta fullyrt að ég verði áfram hjá Barcelona um ókomin ár. Ég myndi gjarnan vilja ljúka mínum ferli hjá félaginu."
Viðræður eru sagðar hafa tekið langan tíma vegna launakrafna Xavi sem hefur verið sagður með lægri laun en margir aðrir leikmenn félagsins. Hann var í kjölfarið orðaður fjöldamörg félög, til að mynda Arsenal og önnur ensk stórlið.