Juande Ramos, nýráðinn þjálfari Real Madrid, gæti gert sínu gamla félagi Tottenham grikk í janúarglugganum. Spænskir fjölmiðlar telja að Ramos ætli sér að kaupa Andrei Arshavin sem hefur verið á óskalista Tottenham um nokkurt skeið.
Arshavin er 27 ára en hann er lykilmaður í liði Zenit frá Pétursborg. Ramos reyndi að fá leikmanninn á White Hart Lane síðasta sumar. Talið er að Real Madrid hafi þegar sett sig í samband við forráðamenn Zenit varðandi Arshavin.