Davíð Smári neitar sök í líkamsárásarmálum 1. september 2008 12:01 Davíð Smári Helenarson er betur þekktur sem Dabbi Grensás. Davíð Smári Helenarson, betur þekktur sem Dabbi Grensás, sem ákærður er fyrir þrjú ofbeldisbrot neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Allir brotaþolar málsins gera kröfu um að ákærði verði jafnframt dæmdur til að greiða þeim bætur vegna líkamsárásanna. Jón Egilsson héraðsdómslögmaður er verjandi Davíðs Smára og sækjandi er Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir. Aðalmeðferð fer fram þann 23. september. Ákæran lýtur að atvikum inni á knattspyrnuvelli og skemmtistöðum í miðborg Reykjavíkur. Fyrir ári réðst Davíð á tæplega sextugan knattspyrnudómara eftir leik í utandeildinni. Dómarinn endaði á slysadeild viðbeinsbrotinn. ,,Ég verð greinilega að gera eitthvað í mínum málum, það er alveg augljóst. Þetta er bara endapunktur," sagði Davíð Smári í samtali við Kastljósið eftir að hafa ráðist á dómarann. Í desember síðastliðnum veittist Davíð Smári að landsliðsmanninum Hannesi Þ. Sigurðssyni á Hverfisbarnum við Hverfisgötu. Hannes hlaut nokkuð alvarlega áverka og var meðal annars þríbrotinn í andliti. Hannes var frá knattspyrnuiðkun í nokkrar vikur. Þriðja málið snýr að fólskulegri árás stuttu síðar sem átti sér stað á skemmtistaðnum Apótekinu í Austurstræti. Davíð Smári réðst á Davíð Arnórsson á snyrtingu með þeim afleiðingum að sá síðarnefndi fótbrotnaði. „Ég er þakklátur fyrir að vera ekki verr leikinn eftir árásina," sagði Davíð í samtali við Ísland í dag í byrjun árs. ,,Í heildina litið er það Davíð Smári sem er fórnarlambið í þessu máli og ég vona að hann fái hjálp við sínum vanda." Í fyrrasumar var Davíð Smári bendlaður við áras á Eið Smára Guðjohnsen, landsliðsfyrirliða, í Austurstræti en hann sagðist ekki hafa verið þar á ferð. Áður mun Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi sem jafnframt er vinur Eiðs, lent í klóm Davíðs. Fyrir vikið lék Sveppi stuttu síðar Kalla á þakinu á fjölum Borgarleikhússins lemstraður með stærðarinnar glóðarauga. Sú árás var ekki kærð. Tengdar fréttir Davíð Smári ákærður fyrir þrjár líkamsárásir Davíð Smári Helenarson, betur þekktur sem Dabbi Grensás, verður ákærður fyrir þrjár líkamsárásir sem komist hafa í fréttirnar undanfarin misseri. Ákæra á hendur honum verður þingfest 1. september. 5. ágúst 2008 13:40 Hver er þessi Dabbi Grensás? „Davíð Smári eða Dabbi Grensás eins og flestir þekkja hann, var einn hættulegasti gangsterinn á götunni forðum daga. Hann rúlaði Breiðholtinu eins vel og hann rúlaði Grensásveginum. Hann var þekktur fyrir að lemja þá sem fyrir honum urðu og voru það margir.“ 7. janúar 2008 14:08 Davíð Smári er fórnarlambið Davíð Arnórsson sem varð fyrir fólskulegri árás Davíðs Smára Helenarsonar, þekkts ofbeldishrotta, segir að Davíð Smári sé fórnarlamb, en ekki þeir sem hafi þolað árásir af hendi hans. 8. janúar 2008 19:10 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Sjá meira
Davíð Smári Helenarson, betur þekktur sem Dabbi Grensás, sem ákærður er fyrir þrjú ofbeldisbrot neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Allir brotaþolar málsins gera kröfu um að ákærði verði jafnframt dæmdur til að greiða þeim bætur vegna líkamsárásanna. Jón Egilsson héraðsdómslögmaður er verjandi Davíðs Smára og sækjandi er Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir. Aðalmeðferð fer fram þann 23. september. Ákæran lýtur að atvikum inni á knattspyrnuvelli og skemmtistöðum í miðborg Reykjavíkur. Fyrir ári réðst Davíð á tæplega sextugan knattspyrnudómara eftir leik í utandeildinni. Dómarinn endaði á slysadeild viðbeinsbrotinn. ,,Ég verð greinilega að gera eitthvað í mínum málum, það er alveg augljóst. Þetta er bara endapunktur," sagði Davíð Smári í samtali við Kastljósið eftir að hafa ráðist á dómarann. Í desember síðastliðnum veittist Davíð Smári að landsliðsmanninum Hannesi Þ. Sigurðssyni á Hverfisbarnum við Hverfisgötu. Hannes hlaut nokkuð alvarlega áverka og var meðal annars þríbrotinn í andliti. Hannes var frá knattspyrnuiðkun í nokkrar vikur. Þriðja málið snýr að fólskulegri árás stuttu síðar sem átti sér stað á skemmtistaðnum Apótekinu í Austurstræti. Davíð Smári réðst á Davíð Arnórsson á snyrtingu með þeim afleiðingum að sá síðarnefndi fótbrotnaði. „Ég er þakklátur fyrir að vera ekki verr leikinn eftir árásina," sagði Davíð í samtali við Ísland í dag í byrjun árs. ,,Í heildina litið er það Davíð Smári sem er fórnarlambið í þessu máli og ég vona að hann fái hjálp við sínum vanda." Í fyrrasumar var Davíð Smári bendlaður við áras á Eið Smára Guðjohnsen, landsliðsfyrirliða, í Austurstræti en hann sagðist ekki hafa verið þar á ferð. Áður mun Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi sem jafnframt er vinur Eiðs, lent í klóm Davíðs. Fyrir vikið lék Sveppi stuttu síðar Kalla á þakinu á fjölum Borgarleikhússins lemstraður með stærðarinnar glóðarauga. Sú árás var ekki kærð.
Tengdar fréttir Davíð Smári ákærður fyrir þrjár líkamsárásir Davíð Smári Helenarson, betur þekktur sem Dabbi Grensás, verður ákærður fyrir þrjár líkamsárásir sem komist hafa í fréttirnar undanfarin misseri. Ákæra á hendur honum verður þingfest 1. september. 5. ágúst 2008 13:40 Hver er þessi Dabbi Grensás? „Davíð Smári eða Dabbi Grensás eins og flestir þekkja hann, var einn hættulegasti gangsterinn á götunni forðum daga. Hann rúlaði Breiðholtinu eins vel og hann rúlaði Grensásveginum. Hann var þekktur fyrir að lemja þá sem fyrir honum urðu og voru það margir.“ 7. janúar 2008 14:08 Davíð Smári er fórnarlambið Davíð Arnórsson sem varð fyrir fólskulegri árás Davíðs Smára Helenarsonar, þekkts ofbeldishrotta, segir að Davíð Smári sé fórnarlamb, en ekki þeir sem hafi þolað árásir af hendi hans. 8. janúar 2008 19:10 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Sjá meira
Davíð Smári ákærður fyrir þrjár líkamsárásir Davíð Smári Helenarson, betur þekktur sem Dabbi Grensás, verður ákærður fyrir þrjár líkamsárásir sem komist hafa í fréttirnar undanfarin misseri. Ákæra á hendur honum verður þingfest 1. september. 5. ágúst 2008 13:40
Hver er þessi Dabbi Grensás? „Davíð Smári eða Dabbi Grensás eins og flestir þekkja hann, var einn hættulegasti gangsterinn á götunni forðum daga. Hann rúlaði Breiðholtinu eins vel og hann rúlaði Grensásveginum. Hann var þekktur fyrir að lemja þá sem fyrir honum urðu og voru það margir.“ 7. janúar 2008 14:08
Davíð Smári er fórnarlambið Davíð Arnórsson sem varð fyrir fólskulegri árás Davíðs Smára Helenarsonar, þekkts ofbeldishrotta, segir að Davíð Smári sé fórnarlamb, en ekki þeir sem hafi þolað árásir af hendi hans. 8. janúar 2008 19:10