Breiðhyltingurinn Eyjólfur Héðinsson skoraði sigurmark GAIS sem vann 2-1 sigur á Sigurði Jónssyni og lærisveinum í Djurgården í sænska boltanum í kvöld. Þetta er annar leikurinn í röð sem Eyjólfur skorar sigurmark GAIS.
Sigurmark Eyjólfs í kvöld kom á 73. mínútu leiksins. GAIS er í áttunda sæti deildarinnar með 30 stig, tveimur stigum meira en Djurgården.
Þá mættust Ljungskile og Trelleborg í kvöld en sá leikur endaði með markalausu jafntefli.