Vicente del Bosque er nýr þjálfari spænska landsliðsins. Þetta kemur ekki á óvart en hann var talinn líklegastur eftir að Luis Aragones steig af stóli.
Aragones stýrði Spáni til Evrópumeistaratitils í sumar en fyrir keppnina gaf hann út að hann væri að fara að taka við Fenerbahce í Tyrklandi.
Del Bosque er fyrrum þjálfari Real Madrid. Hann er 57 ára og fyrsti leikur hans við stjórnvölinn hjá Spáni verður vináttulandsleikur gegn Austurríki 20. ágúst.