Markahrókurinn Raul hjá Real Madrid mun ekki leika með landsliði Spánverja á EM í sumar. Luis Aragones landsliðsþjálfari tilkynnti í dag fyrsta landsliðshóp sinn fyrir verkefnið sem skipaður er 31 leikmanni.
Raul hefur raunar ekki spilað með landsliðinu síðan árið 2006 en ákvörðun Aragones um að velja hann ekki í landsliðið hefur valdið miklu fjaðrafoki, sérstaklega í Madríd, því gulldrengurinn hefur verið iðinn við að skora á leiktíðinni.
Hér fyrir neðan má sjá fyrsta leikmannahóp Aragones og frá hvaða liðum þeir koma:
Real Madrid - Iker Casillas, Serio Ramos
Barcelona - Andrés Iniesta, Xavi, Carles Puyol, Bojan Krkic
Real Mallorca - Daniel Güiza, Fernando Navarro
Arsenal - Cesc Fàbregas
Liverpool - Pepe Reina, Álvaro Arbeloa, Xabi Alonso, Fernando Torres
Getafe - Rubén De la Red, Pablo Hernández
Sevilla - Andrés Palop
Real Betis - Juanito
Valencia - Carlos Marchena, Joaquín, David Villa, David Silva, David Albelda,
Atlético de Madrid - Pablo Ibañez, Mariano Pernía, Antonio López
Villarreal - Marcos Senna, Ángel, Joan Capdevilla
Espanyol - Raúl Tamudo, Luis García, Albert Riera